Geitungarnir eiga „ábyggilega eftir að koma“ Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 21:10 Útlit er fyrir að færri geitungar séu á sveimi nú en undanfarin ár. Vísir/Getty Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira