Geitungarnir eiga „ábyggilega eftir að koma“ Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 21:10 Útlit er fyrir að færri geitungar séu á sveimi nú en undanfarin ár. Vísir/Getty Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira