Met slegið í útlánum Landsbanka til heimila Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2020 19:20 Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40
Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32
Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46