Alvarlegasta smithættan á djamminu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2020 17:09 Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52
Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17