Atli Viðar um frestunina í Víkinni: „Sorglegt að þeir geri þetta í dag“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 07:30 Davíð Örn Atlason í leik í Víkinni á síðustu leiktíð. vísir/bára Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. Tilkynnt var um það í gær að leikur Víkingur og Fjölnis fer fram á mánudagskvöldið en ekki sunnudag og við sama tilefni var leikur FH og HK færður síðar um kvöldið. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri svo Víkingar kæmu fleira fólki á völlinn en það hefur legið lengi fyrir ekki að einungis 200 hefðu mátt vera í hverju hólfi á sunnudag svo ákvörðunin kom á óvart. „Mér finnst þetta óskiljanlegt að þetta sé að gerast í dag. Þetta var í umræðunni fyrir 2-3 vikum síðan þegar þríeykið tilkynnti að það væri farið upp í 50 manns á þessum degi. Þá hefði ákvörðunin átt að liggja fyrir á tveimur eða þremur dögum hvort að ætti að gera þetta eða ekki,“ sagði Atli Viðar um ákvörðunina. Markahrókurinn hélt áfram. „Bara fyrir þjálfaranna. Þú ert að undirbúa liðið í heila viku. Nú eru fjórir dagar í leik og þú ert búinn að tilkynna hvernig þú ætlar að gera þetta. Nú kemur einn auka dagur. Mér finnst þetta rosalega sorglegt að þeir geri þetta í dag og allt að því vanvirðing við allt.“ Annar spekingur þáttarins í gær, Tómas Ingi Tómasson, notaði það orð sem hefur líklega verið hvað mest notað að undanförnu til að lýsa stöðunni. „Mér finnst þetta fordæmalaust,“ sagði Tómas Ingi í léttum tón. „Ég ætla að nota þetta orð í hverjum einasta þætti en þetta er rosalega skrýtið. Ég bjóst við að öllu yrði seinkað til fimmtánda. Það er eina vitið, því þá komast nógu margir á alla velli.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-upphitun: Víkingur - Fjölnir frestað Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. Tilkynnt var um það í gær að leikur Víkingur og Fjölnis fer fram á mánudagskvöldið en ekki sunnudag og við sama tilefni var leikur FH og HK færður síðar um kvöldið. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri svo Víkingar kæmu fleira fólki á völlinn en það hefur legið lengi fyrir ekki að einungis 200 hefðu mátt vera í hverju hólfi á sunnudag svo ákvörðunin kom á óvart. „Mér finnst þetta óskiljanlegt að þetta sé að gerast í dag. Þetta var í umræðunni fyrir 2-3 vikum síðan þegar þríeykið tilkynnti að það væri farið upp í 50 manns á þessum degi. Þá hefði ákvörðunin átt að liggja fyrir á tveimur eða þremur dögum hvort að ætti að gera þetta eða ekki,“ sagði Atli Viðar um ákvörðunina. Markahrókurinn hélt áfram. „Bara fyrir þjálfaranna. Þú ert að undirbúa liðið í heila viku. Nú eru fjórir dagar í leik og þú ert búinn að tilkynna hvernig þú ætlar að gera þetta. Nú kemur einn auka dagur. Mér finnst þetta rosalega sorglegt að þeir geri þetta í dag og allt að því vanvirðing við allt.“ Annar spekingur þáttarins í gær, Tómas Ingi Tómasson, notaði það orð sem hefur líklega verið hvað mest notað að undanförnu til að lýsa stöðunni. „Mér finnst þetta fordæmalaust,“ sagði Tómas Ingi í léttum tón. „Ég ætla að nota þetta orð í hverjum einasta þætti en þetta er rosalega skrýtið. Ég bjóst við að öllu yrði seinkað til fimmtánda. Það er eina vitið, því þá komast nógu margir á alla velli.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-upphitun: Víkingur - Fjölnir frestað
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira