Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 12:36 Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira