Tókenismi Derek T. Allen skrifar 12. júní 2020 09:00 Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Innflytjendamál Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Derek T. Allen Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun