Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Elín Tryggvadóttir skrifar 12. júní 2020 11:30 Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. Fjölmiðlar og stjórnvöld erum með puttann á púlsinum eins og alltaf og í dag hafa fréttir snúist um það hver eigi að taka Covid strokin í Leifsstöð þegar verkfall er skollið á. Því það er það versta sem gæti gerst ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall, að enginn taki einhver nefkoksstrok úr ferðamönnum. Minni áhyggjur virðast vera af því að þjónusta heilsugæslunnar og heimahjúkrunar verður í algjöru lágmarki. Það gleymist að enginn fer í skurðaðgerðir nema líf liggi við, enginn fær göngudeildarþjónustu og sáraskiptingar. Enginn man að sjúkrahúsin þurfa að hægja rækilega á allri starfsemi. Nei nei, það þarf ekkert að hugsa um það, ferðamennirnir eru að koma og einhver verður að taka strokin. Fyrir flesta hjúkrunarfræðinga þýðir fjölgun ferðamanna aukin vinna. Fjölgun ferðamanna þýðir fleiri komur á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur, fleiri innlagnir og einangranir. Ferðamenn virðast lenda frekar í alvarlegum slysum, stíga í hveri, húrra niður hlíðar, keyra út af vegum, ganga of hratt um gleðinnar dyr og face-planta og allt of margir hafa alls enga heilsu til að ferðast og lenda því alvarlega veikir í höndum þessara hjúkrunarfræðinga sem nú eru með vesen. Við sinnum þessu fólki án þess að því fylgi aukin fjárveiting til heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi um hundruði þúsunda gera fjárlög ekki ráð fyrir að þetta fólk svo mikið sem misstígi sig. Vegna þess að þeim fylgir enginn peningur þá fjölgar ekki hjúkrunarfræðingum á gólfinu og við bara hlaupum hraðar. Við hlaupum og hlaupum samningslaus í heimsfaraldri. Við hlaupum hraðar í góðæri og við hlaupum hraðar í kreppu. Við hlaupum hraðar þrátt fyrir fjögurra ára Gerðardóm og við sem vinnum samkvæmt undanþágu munum líka hlaupa hraðar verði af verkfalli, því líf liggur jú við. Nú þegar landsmenn sjá loks til sólar eftir kófið standa hjúkrunarfræðingar eftir í skugganum. Við erum þreytt á að hlaupa og fá lítið uppúr krafsinu. Við lifum ekki á hrósi og klappi án þess að ég sé að gera lítið úr hrósi og klappi. Við viljum geta séð fyrir fjölskyldu án þess að fórna fjölskyldulífinu með endalausum álagsvöktum. Við viljum vera metin jafn mikilvæg og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins. Við viljum leiðréttingu á grunnlaunum. Ég vona að Alþingi sem setti lög á 13 daga verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015, á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna, hugsi sig tvisvar um áður en þau endurtaka leikinn á 200 ára afmæli Florence Nightingale og árinu sem er tileinkað Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Við erum nefnilega orðin þreytt á að hlaupa fyrir fólk sem kann ekki að meta störf okkar. Ég vona líka að aðrir heilbrigðisstarfsmenn láti sér ekki detta svo mikið í hug að lyfta sýnatökupinna þessa daga. Við myndum gera það sama fyrir ykkur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. Fjölmiðlar og stjórnvöld erum með puttann á púlsinum eins og alltaf og í dag hafa fréttir snúist um það hver eigi að taka Covid strokin í Leifsstöð þegar verkfall er skollið á. Því það er það versta sem gæti gerst ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall, að enginn taki einhver nefkoksstrok úr ferðamönnum. Minni áhyggjur virðast vera af því að þjónusta heilsugæslunnar og heimahjúkrunar verður í algjöru lágmarki. Það gleymist að enginn fer í skurðaðgerðir nema líf liggi við, enginn fær göngudeildarþjónustu og sáraskiptingar. Enginn man að sjúkrahúsin þurfa að hægja rækilega á allri starfsemi. Nei nei, það þarf ekkert að hugsa um það, ferðamennirnir eru að koma og einhver verður að taka strokin. Fyrir flesta hjúkrunarfræðinga þýðir fjölgun ferðamanna aukin vinna. Fjölgun ferðamanna þýðir fleiri komur á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur, fleiri innlagnir og einangranir. Ferðamenn virðast lenda frekar í alvarlegum slysum, stíga í hveri, húrra niður hlíðar, keyra út af vegum, ganga of hratt um gleðinnar dyr og face-planta og allt of margir hafa alls enga heilsu til að ferðast og lenda því alvarlega veikir í höndum þessara hjúkrunarfræðinga sem nú eru með vesen. Við sinnum þessu fólki án þess að því fylgi aukin fjárveiting til heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi um hundruði þúsunda gera fjárlög ekki ráð fyrir að þetta fólk svo mikið sem misstígi sig. Vegna þess að þeim fylgir enginn peningur þá fjölgar ekki hjúkrunarfræðingum á gólfinu og við bara hlaupum hraðar. Við hlaupum og hlaupum samningslaus í heimsfaraldri. Við hlaupum hraðar í góðæri og við hlaupum hraðar í kreppu. Við hlaupum hraðar þrátt fyrir fjögurra ára Gerðardóm og við sem vinnum samkvæmt undanþágu munum líka hlaupa hraðar verði af verkfalli, því líf liggur jú við. Nú þegar landsmenn sjá loks til sólar eftir kófið standa hjúkrunarfræðingar eftir í skugganum. Við erum þreytt á að hlaupa og fá lítið uppúr krafsinu. Við lifum ekki á hrósi og klappi án þess að ég sé að gera lítið úr hrósi og klappi. Við viljum geta séð fyrir fjölskyldu án þess að fórna fjölskyldulífinu með endalausum álagsvöktum. Við viljum vera metin jafn mikilvæg og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins. Við viljum leiðréttingu á grunnlaunum. Ég vona að Alþingi sem setti lög á 13 daga verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015, á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna, hugsi sig tvisvar um áður en þau endurtaka leikinn á 200 ára afmæli Florence Nightingale og árinu sem er tileinkað Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Við erum nefnilega orðin þreytt á að hlaupa fyrir fólk sem kann ekki að meta störf okkar. Ég vona líka að aðrir heilbrigðisstarfsmenn láti sér ekki detta svo mikið í hug að lyfta sýnatökupinna þessa daga. Við myndum gera það sama fyrir ykkur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar