Vígðu steinbryggjuna í miðborginni Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 09:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vígði steinbryggjuna á skáldatorgi á mótum Hafnarstrætis og Tryggvagötu í gær. Á vef borgarinnar segir að bryggjan sé eitt helsta kennileiti borgarinnar og eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafna sem eigi rætur að rekja til gömlu bæjarbryggjunnar sem var byggð í Reykjavík 1884. Steinbryggjan hafi verið mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík allt frá því hún leysti gömlu trébryggjurnar af hólmi undir lok 19. aldar og þar til að hún hvarf undir landfyllingu árið 1940. Steinbryggja í Reykjavíkurhöfn árið 1937.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Haft er eftir Degi að steinbryggjan hafi gegnt ótrúlega mikilvægu hlutverki við þróun borgarinnar. „Við sjáum að mannfjöldi jókst stórum skrefum ár frá ári í Reykjavík og var það ekki síst vegna þess að við vorum loksins búin að fjárfesta í almennilegri höfn. Nú gegnir Steinbryggjan hinsvegar öðru hlutverki og er orðin að áfangastað í borginni þar sem maður getur setið í skjólinu innan um nýju húsin á Hafnartorgi, fengið sér kaffibolla og notið borgarlífsins,“ sagði borgarstjórinn við vígslu bryggjunnar. Dönsku konungshjónin, Christian X og Alexandrine ganga á rauðum dregli upp Steinbryggjuna, 26. júní 1921.Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ólafur Magnússon „Hefði verið gaman að vita af þessu“ Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar sá svo um að sníða henni þann búning sem hún er í núna með tilsögn frá Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafni. Hönnun hins nýja torgs var í höndum Landmótunar, lýsing var í höndum Mannvits og Faxaflóahafnir sáu um menningarmerkingar segir í tilkynningunni. Ef marka má Facebook-síðu Landmótunar virðist sem að fulltrúum þess hafi hins vegar ekki boðið til vígslunnar þó að Reykjavíkurborg sé þar óskað til hamingju með vígsluna. Á torginu við bryggjuna er ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur Vetur meitlað í stein við skáldabekk. „Bekkurinn tengist rafrænum kóða sem gera snjallsímaeigendum kleift að hlusta á ljóðalestur. Bókmenntaborgin Reykjavík stýrir því verkefni, sem snýst um að færa orðlistina út á stræti og torg, og gera hana sýnilega sem varanlegan hluta af umhverfinu,“ segir í tilkynningunni. Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vígði steinbryggjuna á skáldatorgi á mótum Hafnarstrætis og Tryggvagötu í gær. Á vef borgarinnar segir að bryggjan sé eitt helsta kennileiti borgarinnar og eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafna sem eigi rætur að rekja til gömlu bæjarbryggjunnar sem var byggð í Reykjavík 1884. Steinbryggjan hafi verið mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík allt frá því hún leysti gömlu trébryggjurnar af hólmi undir lok 19. aldar og þar til að hún hvarf undir landfyllingu árið 1940. Steinbryggja í Reykjavíkurhöfn árið 1937.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Haft er eftir Degi að steinbryggjan hafi gegnt ótrúlega mikilvægu hlutverki við þróun borgarinnar. „Við sjáum að mannfjöldi jókst stórum skrefum ár frá ári í Reykjavík og var það ekki síst vegna þess að við vorum loksins búin að fjárfesta í almennilegri höfn. Nú gegnir Steinbryggjan hinsvegar öðru hlutverki og er orðin að áfangastað í borginni þar sem maður getur setið í skjólinu innan um nýju húsin á Hafnartorgi, fengið sér kaffibolla og notið borgarlífsins,“ sagði borgarstjórinn við vígslu bryggjunnar. Dönsku konungshjónin, Christian X og Alexandrine ganga á rauðum dregli upp Steinbryggjuna, 26. júní 1921.Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ólafur Magnússon „Hefði verið gaman að vita af þessu“ Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar sá svo um að sníða henni þann búning sem hún er í núna með tilsögn frá Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafni. Hönnun hins nýja torgs var í höndum Landmótunar, lýsing var í höndum Mannvits og Faxaflóahafnir sáu um menningarmerkingar segir í tilkynningunni. Ef marka má Facebook-síðu Landmótunar virðist sem að fulltrúum þess hafi hins vegar ekki boðið til vígslunnar þó að Reykjavíkurborg sé þar óskað til hamingju með vígsluna. Á torginu við bryggjuna er ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur Vetur meitlað í stein við skáldabekk. „Bekkurinn tengist rafrænum kóða sem gera snjallsímaeigendum kleift að hlusta á ljóðalestur. Bókmenntaborgin Reykjavík stýrir því verkefni, sem snýst um að færa orðlistina út á stræti og torg, og gera hana sýnilega sem varanlegan hluta af umhverfinu,“ segir í tilkynningunni.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent