En hver er sannleikurinn? Katrín Oddsdóttir skrifar 14. júní 2020 09:30 Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Stjórnsýsla Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar