Fabregas vill að tekið sé hart á kynþáttaníð á vellinum Ísak Hallmundarson skrifar 14. júní 2020 21:00 Fabregas í leik með Monaco. getty/ Jeroen Meuwsen Cesc Fabregas, leikmaður AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. ,,Það ríkir mikil afneitun á leikvöngunum, fólk er að níðast á þér vegna húðlitar, það er heimskulegt. Þetta er búið að vera í gangi ár eftir ár, það er kominn tíma til að opna muninn og bregðast við. Ef það þarf að loka völlunum og setja fólk í bann ættum við að gera það. Ef þeir þurfa að fara í fangelsi, þá eiga þeir að fara í fangelsi, hvað sem þarf að gera þarf að gera í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Cesc Fabregas um þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað varðandi kynþáttafordóma í íþróttum undanfarið. ,,Það munu alltaf vera einhverjir fávitar sem vilja skemma partýið, en þeir ættu að gjalda fyrir það dýru gjaldi. Þetta á ekki að viðgangast lengur, hvorki í íþróttum né í heiminum öllum.“ Þá kom Fabregas einnig inn á þann möguleika að einhver í fótboltaheiminum myndi koma út úr skápnum í framtíðinni. ,,Í framtíðinni mun einhver í fótboltanum koma út sem samkynhneigður. Líklega mun flestum finnast það skrýtið til að byrja með og ég er viss um að einhverjir fáfróðir aðilar muni vera með skítkast út af því. En síðan munu fleiri og fleiri koma út þar til það þykir orðið eðlilegt og við lítum á það sem eðlilegan hlut. Þetta mun gerast einn daginn og ég vona að við stöndum saman hvað sem gerist,“ sagði hann að lokum. Franski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Sjá meira
Cesc Fabregas, leikmaður AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. ,,Það ríkir mikil afneitun á leikvöngunum, fólk er að níðast á þér vegna húðlitar, það er heimskulegt. Þetta er búið að vera í gangi ár eftir ár, það er kominn tíma til að opna muninn og bregðast við. Ef það þarf að loka völlunum og setja fólk í bann ættum við að gera það. Ef þeir þurfa að fara í fangelsi, þá eiga þeir að fara í fangelsi, hvað sem þarf að gera þarf að gera í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Cesc Fabregas um þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað varðandi kynþáttafordóma í íþróttum undanfarið. ,,Það munu alltaf vera einhverjir fávitar sem vilja skemma partýið, en þeir ættu að gjalda fyrir það dýru gjaldi. Þetta á ekki að viðgangast lengur, hvorki í íþróttum né í heiminum öllum.“ Þá kom Fabregas einnig inn á þann möguleika að einhver í fótboltaheiminum myndi koma út úr skápnum í framtíðinni. ,,Í framtíðinni mun einhver í fótboltanum koma út sem samkynhneigður. Líklega mun flestum finnast það skrýtið til að byrja með og ég er viss um að einhverjir fáfróðir aðilar muni vera með skítkast út af því. En síðan munu fleiri og fleiri koma út þar til það þykir orðið eðlilegt og við lítum á það sem eðlilegan hlut. Þetta mun gerast einn daginn og ég vona að við stöndum saman hvað sem gerist,“ sagði hann að lokum.
Franski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Sjá meira