Tvö silfur og yfir tíu milljónir til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 08:30 Hér má sjá efsta fólkið á Rogue Invitational mótinu um helgina. Mynd/Rogue Invitational Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson urðu bæði í öðru sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti um helgina og unnu sér þar með bæði inn 5,4 milljónir íslenskra króna. Rogue Invitational er eitt stærsta mót ársins í CrossFit íþróttinni en á það er hreinlega boðið besta CrossFit fólki heims. Árangur á öðrum mótum og þá aðallega heimsleikunum tryggir þeim bestu sæti á Rogue Invitational. Mótið var þó með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldarins. Það var ekki hægt að halda mótið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og því var ákveðið að breyta því í netmót. Keppnin fór engu að síður fram í beinni og var sýnt frá öllum keppendum frá þeirra eigin heimastöðvum. Sara og Björgvin Karl voru því að gera æfingar sínar hér heima á Íslandi. View this post on Instagram Congratulations to the 2020 Rogue Invitational podium finishers! #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:06pm PDT Sara og Björgvin Karl stóðu sig frábærlega en réðu þó ekki við sigurvegarana, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu og Patrick Vellner frá Kanada sem voru í nokkrum sérflokki og unnu bæði öruggan sigur. Sara og Björgvin Karl komu sér endanlega upp í annað sætið með því að vinna bæði næstsíðustu greinina. Það gaf þeim hvoru um sig 40 þúsund Bandaríkjadali eða meira en 5,4 milljónir íslenskra króna. Tia-Clair Toomey endaði með 630 stig eða 75 fleiri stig en Sara Sigmundsdóttir. Patrick Vellner var líka 75 stigum á undan Björgvini Karli. Björgvin Karl Guðmundsson endaði með jafnmörg stig og Noah Olsen en Björgvin Karl endaði ofar þar sem hann vann fleiri greinar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu líka á mótinu. Kartrín Tanja varð í 13. sæti en Þuríður Erla varð að sætta sig við 16. og næstsíðasta sætið. Katrín Tanja fékk 300 stig en Þuríður Erla var með 275 stig, tíu stigum á undan Cheryl Nasso sem endaði í neðsta sætinu. View this post on Instagram 2020 Rogue Invitational Final Results. The competition looked a little different this year, but the athletes rose to the occasion proving you don t need a roaring crowd or a stadium floor to make a memorable event. Thank you to all of the athletes, our partners and to everybody watching this weekend. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:46pm PDT CrossFit Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson urðu bæði í öðru sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti um helgina og unnu sér þar með bæði inn 5,4 milljónir íslenskra króna. Rogue Invitational er eitt stærsta mót ársins í CrossFit íþróttinni en á það er hreinlega boðið besta CrossFit fólki heims. Árangur á öðrum mótum og þá aðallega heimsleikunum tryggir þeim bestu sæti á Rogue Invitational. Mótið var þó með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldarins. Það var ekki hægt að halda mótið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og því var ákveðið að breyta því í netmót. Keppnin fór engu að síður fram í beinni og var sýnt frá öllum keppendum frá þeirra eigin heimastöðvum. Sara og Björgvin Karl voru því að gera æfingar sínar hér heima á Íslandi. View this post on Instagram Congratulations to the 2020 Rogue Invitational podium finishers! #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:06pm PDT Sara og Björgvin Karl stóðu sig frábærlega en réðu þó ekki við sigurvegarana, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu og Patrick Vellner frá Kanada sem voru í nokkrum sérflokki og unnu bæði öruggan sigur. Sara og Björgvin Karl komu sér endanlega upp í annað sætið með því að vinna bæði næstsíðustu greinina. Það gaf þeim hvoru um sig 40 þúsund Bandaríkjadali eða meira en 5,4 milljónir íslenskra króna. Tia-Clair Toomey endaði með 630 stig eða 75 fleiri stig en Sara Sigmundsdóttir. Patrick Vellner var líka 75 stigum á undan Björgvini Karli. Björgvin Karl Guðmundsson endaði með jafnmörg stig og Noah Olsen en Björgvin Karl endaði ofar þar sem hann vann fleiri greinar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu líka á mótinu. Kartrín Tanja varð í 13. sæti en Þuríður Erla varð að sætta sig við 16. og næstsíðasta sætið. Katrín Tanja fékk 300 stig en Þuríður Erla var með 275 stig, tíu stigum á undan Cheryl Nasso sem endaði í neðsta sætinu. View this post on Instagram 2020 Rogue Invitational Final Results. The competition looked a little different this year, but the athletes rose to the occasion proving you don t need a roaring crowd or a stadium floor to make a memorable event. Thank you to all of the athletes, our partners and to everybody watching this weekend. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 14, 2020 at 2:46pm PDT
CrossFit Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Sjá meira