Carlos Lehder laus úr fangelsi og kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 22:15 Pablo Escobar og Carlos Lehder. Vísir/Getty Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd. Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd.
Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila