Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 11:35 Um 1400 manns gengu í gegnum þessar dyr á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/Vilhelm Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira