Minni kvóti: Hver tekur höggið? Svanur Guðmundsson skrifar 18. júní 2020 15:00 Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar