Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Júlíana Þóra Hálfdánardóttir skrifar 18. júní 2020 19:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. Katrín var harðorð í garð yfirstjórnarinnar í viðtali við Stöð 2 í morgun, en þrátt fyrir erfiðar tvær vikur segist hún standa föst á sínu og að hún geti ekki setið lengur undir þeirri ógnarstjórn sem hefur verið við líði í CrossFit síðustu ár. ,,Þetta er það sem við gerum, þetta er lífið okkar þar sem við leggjum allt undir. Eins vænt og manni þykir um sportið og aðdáendurna og alla sem eru þátttakendur í þessu að þá er toppurinn bara algerlega eitraður. Þetta er ekki í lagi og síðustu tvær vikur hafa bara verið rosalega erfiðar, líka upp á það að ég átti að vera að keppa síðustu helgi og ég einhvernveginn átti enga innistæðu inni fyrir því,“ segir Katrín Tanja, en mikil vakning hefur átt sér stað í CrossFit-samfélaginu vegna framgöngu Greg Glassman, eiganda samtakanna, sem varð uppvís að rasískum ummælum. ,,Mig langar bara að þetta breytist. Það er ekkert í þessu fyrir okkur nema það að standa uppi fyrir því sem við vitum að er rétt og standa upp fyrir því sem við stöndum fyrir. Það eru margir sem eru búnir að vinna að því í sjö eða átta ár að komast inn á leikana og eru að komast í sitt fyrsta skipti. Það eru sumir sem eru búnir að ganga vel allt árið og sjá bara mótið núna í ár. Það er enginn ávinningur fyrir fólk að segjast ekki ætla að keppa nema maður geti dregið sig aðeins til hlés og séð hvað sportið getur orðið. Þetta er bara eitt ár, þetta er bara eitt mót núna en við getum gert breytingar sem eru til frambúðar og gert framtíðina svo miklu betri.“ ,,Þeir láta mann vita að það sé ekki í lagi að opna á sér munninn“ Katrín talar um eitur hjá yfirstjórninni og var hún því spurð hvort það sé eitthvað sem hún og aðrir keppendur hafið fundið fyrir í langan tíma og afhverju þetta er að koma upp á yfirborðið núna. ,,Það er þannig sem þetta sport virkar, hvort sem þetta er fyrir íþróttamenn, eigenda CrossFit stöðva eða þá sem vinna fyrir yfirstjórnina. Þetta er allt rekið af ógn og ef að maður ætlar einhverntímann að standa upp og segja sína skoðun, segja að þetta sé ekki rétt, þá ertu bara úti. Ef að ég hef einhverntíma kvartað yfir dómgæslu eða kvartað yfir standördum sem að mér finnst ekki rétt að þá veit ég það að í næsta móti ganga þeir yfir mig. Þeir láta mann vita að það sé ekki í lagi að maður opnar á sér munninn og á næsta móti þá er maður í vondum málum,“ segir Katrín sem leynir ekki vanþóknun sinni á stjórnarháttum CrossFit-samtakanna. ,,Þannig er þetta með íþróttafólk, þeir ráða hvaða samninga maður skrifar undir, hvað maður gerir. Af því þá hóta þeir manni að þeir noti ekki ímyndina manns, þér gengur illa í næstu keppni og ef þú ert að vinna fyrir þá, þá ertu rekin. Um leið og þú opnar á þér munninn og stendur fyrir það sem þér finnst rétt þá er þér bara útskúfað. Þannig að það er í rauninni ástæðan fyrir því að enginn hefur staðið upp hingað til og svo held ég með ástandið og þegar við vitum að forystan er ekki í lagi þarna. Tíst eigandans ekki það eina sem var að Þegar Black lives matter hreyfingin er farin að láta í sér heyra og þetta tweet kemur út, þetta var ekki bara þetta eina tweet sem er ekki í lagi, þetta var síðasta stráið, þar sem maður fékk bara alveg nóg, þetta er ekki í lagi. Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Ég hugsa rosalega miki út í það hver er ég er og ég er fyrst og fremst manneskja og svo er ég íþróttamaður og það að vera íþróttamaður getur verið tekið í burtu frá mér á einni sekúndu. Ef bakið mitt fer, ef ég meiðist, ef eitthvað gerist þá er íþróttaferillinn minn búinn. Maður þarf svolítið mikið að hugsa út í það ,,hver er ég og hvað stend ég fyrir?“ fyrst og fremst áður en ég er íþróttamaður. Það er það sem er búið að leiða mig í þessu.” Katrín segir CrossFit vera karlaveldi sem hefur verið rekið með ógn. ,,Það er viðbjóður hvað er búið að viðgangast og viðgangast með kvenmenn þarna inni í fyrirtækinu og ég hef svo mikið verið að hugsa þetta líka, núna er ,,CrossFit“ nafnið bara, bara búið að skíta yfir CrossFit nafnið.” Katrín segist þrátt fyrir allt vera bjartsýn og að hún trúi á það góða. ,,Ég hef ekki áhyggjur sjálf, ég trúi á það að gott kemur alltaf í gegn. Ef þú ert með hjartað á réttum stað útaf því sem þú stendur fyrir og því sem er rétt. Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun. Það kemur alltaf eitthvað gott út úr því og ég bara virkilega trúi því. Þetta er erfitt og ekki gaman og ég vildi að þetta væru ekki aðstæðurnar sem við erum í núna en ég myndi gera þetta aftur á morgun og myndi gera þetta aftur í næstu viku og þetta fer allt vel. Sama hvernig það fer, hvort það sé eitthvað annað, hvort það sé þetta, hvort ég finni mér einhvern nýjan feril, ég veit það ekki. Ég verð í lagi,” sagði Katrín að lokum. CrossFit Black Lives Matter Tengdar fréttir Katrín Tanja styður ekki útspil CrossFit: Mjög vonsvikin því ég sé enga breytingu Katrín Tanja Davíðsdóttir er ekki sátt við það útspil hjá CrossFit samtökunum að skipta um framkvæmdastjóra og segir að það breyti engu. 12. júní 2020 08:30 Katrín Tanja horfir bjartsýn til framtíðar: Löngu kominn tími á þetta og nú endurbyggjum við Katrín Tanja Davíðsdóttir er sannfærð að CrossFit heimurinn geti snúið vörn í sókn og komist í gegnum þessa vaxtarverki. Hún heldur samt áfram að gagnrýna eigandann og slæma forystu CrossFit samtakanna. 10. júní 2020 08:30 Sara tjáir sig líka: CrossFit samfélagið er miklu sterkara en orð eins manns Sara Sigmundsdóttir sendi frá sér bæði hjarta og pistil á Instagram þar sem hún segir að CrossFit samfélagið eigi ekki að láta rasísk orð eins manns vera tákn um það sem CrossFit fólk heimsins stendur fyrir. 9. júní 2020 08:00 Annie Mist segir fólk reitt og sárt: „Held að hann verði að hlusta“ Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, segir að íþróttin verði alltaf til staðar en það sé aðeins spurning hvort það verði áfram undir sama nafni, eftir rasísk ummæli Greg Glassman, stofnanda og framkvæmdastjóra Crossfit-samtakanna. 9. júní 2020 22:00 Glassmann hættur sem stjóri CrossFit en ræður samt öllu ennþá Greg Glassman tilkynnti í nótt að hann væri hættur sem framkvæmdastjóri CrossFit en allt hefur verið á öðrum endanum í CrossFit heiminum eftir hegðun hans í kringum hryllileg örlög George Floyd og réttindabaráttu svartra í framhaldinu. 10. júní 2020 09:22 Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47 „Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. Katrín var harðorð í garð yfirstjórnarinnar í viðtali við Stöð 2 í morgun, en þrátt fyrir erfiðar tvær vikur segist hún standa föst á sínu og að hún geti ekki setið lengur undir þeirri ógnarstjórn sem hefur verið við líði í CrossFit síðustu ár. ,,Þetta er það sem við gerum, þetta er lífið okkar þar sem við leggjum allt undir. Eins vænt og manni þykir um sportið og aðdáendurna og alla sem eru þátttakendur í þessu að þá er toppurinn bara algerlega eitraður. Þetta er ekki í lagi og síðustu tvær vikur hafa bara verið rosalega erfiðar, líka upp á það að ég átti að vera að keppa síðustu helgi og ég einhvernveginn átti enga innistæðu inni fyrir því,“ segir Katrín Tanja, en mikil vakning hefur átt sér stað í CrossFit-samfélaginu vegna framgöngu Greg Glassman, eiganda samtakanna, sem varð uppvís að rasískum ummælum. ,,Mig langar bara að þetta breytist. Það er ekkert í þessu fyrir okkur nema það að standa uppi fyrir því sem við vitum að er rétt og standa upp fyrir því sem við stöndum fyrir. Það eru margir sem eru búnir að vinna að því í sjö eða átta ár að komast inn á leikana og eru að komast í sitt fyrsta skipti. Það eru sumir sem eru búnir að ganga vel allt árið og sjá bara mótið núna í ár. Það er enginn ávinningur fyrir fólk að segjast ekki ætla að keppa nema maður geti dregið sig aðeins til hlés og séð hvað sportið getur orðið. Þetta er bara eitt ár, þetta er bara eitt mót núna en við getum gert breytingar sem eru til frambúðar og gert framtíðina svo miklu betri.“ ,,Þeir láta mann vita að það sé ekki í lagi að opna á sér munninn“ Katrín talar um eitur hjá yfirstjórninni og var hún því spurð hvort það sé eitthvað sem hún og aðrir keppendur hafið fundið fyrir í langan tíma og afhverju þetta er að koma upp á yfirborðið núna. ,,Það er þannig sem þetta sport virkar, hvort sem þetta er fyrir íþróttamenn, eigenda CrossFit stöðva eða þá sem vinna fyrir yfirstjórnina. Þetta er allt rekið af ógn og ef að maður ætlar einhverntímann að standa upp og segja sína skoðun, segja að þetta sé ekki rétt, þá ertu bara úti. Ef að ég hef einhverntíma kvartað yfir dómgæslu eða kvartað yfir standördum sem að mér finnst ekki rétt að þá veit ég það að í næsta móti ganga þeir yfir mig. Þeir láta mann vita að það sé ekki í lagi að maður opnar á sér munninn og á næsta móti þá er maður í vondum málum,“ segir Katrín sem leynir ekki vanþóknun sinni á stjórnarháttum CrossFit-samtakanna. ,,Þannig er þetta með íþróttafólk, þeir ráða hvaða samninga maður skrifar undir, hvað maður gerir. Af því þá hóta þeir manni að þeir noti ekki ímyndina manns, þér gengur illa í næstu keppni og ef þú ert að vinna fyrir þá, þá ertu rekin. Um leið og þú opnar á þér munninn og stendur fyrir það sem þér finnst rétt þá er þér bara útskúfað. Þannig að það er í rauninni ástæðan fyrir því að enginn hefur staðið upp hingað til og svo held ég með ástandið og þegar við vitum að forystan er ekki í lagi þarna. Tíst eigandans ekki það eina sem var að Þegar Black lives matter hreyfingin er farin að láta í sér heyra og þetta tweet kemur út, þetta var ekki bara þetta eina tweet sem er ekki í lagi, þetta var síðasta stráið, þar sem maður fékk bara alveg nóg, þetta er ekki í lagi. Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Ég hugsa rosalega miki út í það hver er ég er og ég er fyrst og fremst manneskja og svo er ég íþróttamaður og það að vera íþróttamaður getur verið tekið í burtu frá mér á einni sekúndu. Ef bakið mitt fer, ef ég meiðist, ef eitthvað gerist þá er íþróttaferillinn minn búinn. Maður þarf svolítið mikið að hugsa út í það ,,hver er ég og hvað stend ég fyrir?“ fyrst og fremst áður en ég er íþróttamaður. Það er það sem er búið að leiða mig í þessu.” Katrín segir CrossFit vera karlaveldi sem hefur verið rekið með ógn. ,,Það er viðbjóður hvað er búið að viðgangast og viðgangast með kvenmenn þarna inni í fyrirtækinu og ég hef svo mikið verið að hugsa þetta líka, núna er ,,CrossFit“ nafnið bara, bara búið að skíta yfir CrossFit nafnið.” Katrín segist þrátt fyrir allt vera bjartsýn og að hún trúi á það góða. ,,Ég hef ekki áhyggjur sjálf, ég trúi á það að gott kemur alltaf í gegn. Ef þú ert með hjartað á réttum stað útaf því sem þú stendur fyrir og því sem er rétt. Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun. Það kemur alltaf eitthvað gott út úr því og ég bara virkilega trúi því. Þetta er erfitt og ekki gaman og ég vildi að þetta væru ekki aðstæðurnar sem við erum í núna en ég myndi gera þetta aftur á morgun og myndi gera þetta aftur í næstu viku og þetta fer allt vel. Sama hvernig það fer, hvort það sé eitthvað annað, hvort það sé þetta, hvort ég finni mér einhvern nýjan feril, ég veit það ekki. Ég verð í lagi,” sagði Katrín að lokum.
CrossFit Black Lives Matter Tengdar fréttir Katrín Tanja styður ekki útspil CrossFit: Mjög vonsvikin því ég sé enga breytingu Katrín Tanja Davíðsdóttir er ekki sátt við það útspil hjá CrossFit samtökunum að skipta um framkvæmdastjóra og segir að það breyti engu. 12. júní 2020 08:30 Katrín Tanja horfir bjartsýn til framtíðar: Löngu kominn tími á þetta og nú endurbyggjum við Katrín Tanja Davíðsdóttir er sannfærð að CrossFit heimurinn geti snúið vörn í sókn og komist í gegnum þessa vaxtarverki. Hún heldur samt áfram að gagnrýna eigandann og slæma forystu CrossFit samtakanna. 10. júní 2020 08:30 Sara tjáir sig líka: CrossFit samfélagið er miklu sterkara en orð eins manns Sara Sigmundsdóttir sendi frá sér bæði hjarta og pistil á Instagram þar sem hún segir að CrossFit samfélagið eigi ekki að láta rasísk orð eins manns vera tákn um það sem CrossFit fólk heimsins stendur fyrir. 9. júní 2020 08:00 Annie Mist segir fólk reitt og sárt: „Held að hann verði að hlusta“ Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, segir að íþróttin verði alltaf til staðar en það sé aðeins spurning hvort það verði áfram undir sama nafni, eftir rasísk ummæli Greg Glassman, stofnanda og framkvæmdastjóra Crossfit-samtakanna. 9. júní 2020 22:00 Glassmann hættur sem stjóri CrossFit en ræður samt öllu ennþá Greg Glassman tilkynnti í nótt að hann væri hættur sem framkvæmdastjóri CrossFit en allt hefur verið á öðrum endanum í CrossFit heiminum eftir hegðun hans í kringum hryllileg örlög George Floyd og réttindabaráttu svartra í framhaldinu. 10. júní 2020 09:22 Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47 „Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Sjá meira
Katrín Tanja styður ekki útspil CrossFit: Mjög vonsvikin því ég sé enga breytingu Katrín Tanja Davíðsdóttir er ekki sátt við það útspil hjá CrossFit samtökunum að skipta um framkvæmdastjóra og segir að það breyti engu. 12. júní 2020 08:30
Katrín Tanja horfir bjartsýn til framtíðar: Löngu kominn tími á þetta og nú endurbyggjum við Katrín Tanja Davíðsdóttir er sannfærð að CrossFit heimurinn geti snúið vörn í sókn og komist í gegnum þessa vaxtarverki. Hún heldur samt áfram að gagnrýna eigandann og slæma forystu CrossFit samtakanna. 10. júní 2020 08:30
Sara tjáir sig líka: CrossFit samfélagið er miklu sterkara en orð eins manns Sara Sigmundsdóttir sendi frá sér bæði hjarta og pistil á Instagram þar sem hún segir að CrossFit samfélagið eigi ekki að láta rasísk orð eins manns vera tákn um það sem CrossFit fólk heimsins stendur fyrir. 9. júní 2020 08:00
Annie Mist segir fólk reitt og sárt: „Held að hann verði að hlusta“ Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, segir að íþróttin verði alltaf til staðar en það sé aðeins spurning hvort það verði áfram undir sama nafni, eftir rasísk ummæli Greg Glassman, stofnanda og framkvæmdastjóra Crossfit-samtakanna. 9. júní 2020 22:00
Glassmann hættur sem stjóri CrossFit en ræður samt öllu ennþá Greg Glassman tilkynnti í nótt að hann væri hættur sem framkvæmdastjóri CrossFit en allt hefur verið á öðrum endanum í CrossFit heiminum eftir hegðun hans í kringum hryllileg örlög George Floyd og réttindabaráttu svartra í framhaldinu. 10. júní 2020 09:22
Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47
„Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00