Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 18. júní 2020 19:27 Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. Sakborningar kvarta yfir því að verjendur séu ekki „vakandi“ yfir skýrslutökum og jafnvel húsleitum, illa gangi að ná í þá og að þeir séu illa undirbúnir í málflutningi svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að verða við ósk sakbornings um tilnefningu verjanda ef hann hefur verið handtekinn. En staðan er oft sú að sakborningur hefur ekki tengsl við hæfan lögmann og veit ekki, eða man ekki, hvern hann á að fá í starfið. Þá tekur rannsakandinn til sinna ráða og tilnefnir „sinn“ lögmann fyrir viðkomandi sakborning. Hagsmunir sakbornings eiga að ráða vali á verjanda. Hins vegar eru það einungis örfáir útvaldir lögmenn sem fá langflest mál frá lögreglu, ekki síst stóru málin. Í fangahópnum er talað um þessa lögmenn sem „löggulögmenn“ enda er hinn þröngi hópur tilnefndur aftur og aftur. Þetta fyrirkomulag er fram úr hófi óeðlilegt enda miklir hagsmunir í húfi. Hér er ekki verið að halda því fram að verjendurnir sem lögreglan tilnefnir séu slæmir lögmenn en það lítur út fyrir það að hagsmunatengsl séu til staðar. Lögmennirnir geta hæglega verið háðir því að lögreglan haldi áfram að tilnefna þá sem verjendur en fyrir það fá þeir greidda umtalsverða fjármuni, oft svo milljónum og skiptir. Það má vel ímynda sér það að hagsmunir lögreglunnar liggi í því að ekki sé of mikið haft fyrir vörninni. Hverjir svo sem hagsmunirnir kunni að vera, eða kunni ekki að vera, hlýtur að vera óeðlilegt að sá sem rannsakar mál og vill ná fram sakfellingu velji þann sem á að standa í veginum. Í nóvember 2015 sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þetta stæði til bóta. Menn væru misviljugir að taka að sér verjendastörf en nú (árið 2015) ættu sér stað samræður á milli lögreglu og Lögmannafélagsins um uppfærðan bakvarðalist Lögmannafélagsins. Ekkert hefur þó breyst á þessum árum. Afstaða hefur ítrekað bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en allt hefur komið fyrir ekki. Lögmannafélagið virðist ekki hafa áhuga á málinu. Félagið hefur íhugað að senda dómstólum erindi en samkvæmt upplýsingum félagsins hafa þeir enga sérstaka aðkomu að málum sem ekki eru komin fyrir dóm. Hvað er þá til ráða? Afstaða telur það ekki sitt hlutverk að aðstoða sakborninga á rannsóknarstigi enda um viðkvæmt lögfræðilegt viðfangsefni að ræða. Hins vegar fer mikill tími í þessi mál enda óánægja oft mikil. Þess vegna hefur Afstaða tekið saman lista lögmanna sem fangar og sakborningar hafa haft góða reynslu af. Félagið leggur til að lögreglan kynni sér þennan lista og hafi hann við höndina þegar lögmenn eru valdir til verjendastarfa. Með því telur félagið að hagsmunatengsl á milli lögreglu og verjanda verði síður til staðar. Þá eru sakborningar og þeirra aðstandendur velkomnir að fá ráð hjá Afstöðu í formadur@afstada.is og hér er linkur á lögmannalistann okkar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Dómstólar Lögreglan Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. Sakborningar kvarta yfir því að verjendur séu ekki „vakandi“ yfir skýrslutökum og jafnvel húsleitum, illa gangi að ná í þá og að þeir séu illa undirbúnir í málflutningi svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að verða við ósk sakbornings um tilnefningu verjanda ef hann hefur verið handtekinn. En staðan er oft sú að sakborningur hefur ekki tengsl við hæfan lögmann og veit ekki, eða man ekki, hvern hann á að fá í starfið. Þá tekur rannsakandinn til sinna ráða og tilnefnir „sinn“ lögmann fyrir viðkomandi sakborning. Hagsmunir sakbornings eiga að ráða vali á verjanda. Hins vegar eru það einungis örfáir útvaldir lögmenn sem fá langflest mál frá lögreglu, ekki síst stóru málin. Í fangahópnum er talað um þessa lögmenn sem „löggulögmenn“ enda er hinn þröngi hópur tilnefndur aftur og aftur. Þetta fyrirkomulag er fram úr hófi óeðlilegt enda miklir hagsmunir í húfi. Hér er ekki verið að halda því fram að verjendurnir sem lögreglan tilnefnir séu slæmir lögmenn en það lítur út fyrir það að hagsmunatengsl séu til staðar. Lögmennirnir geta hæglega verið háðir því að lögreglan haldi áfram að tilnefna þá sem verjendur en fyrir það fá þeir greidda umtalsverða fjármuni, oft svo milljónum og skiptir. Það má vel ímynda sér það að hagsmunir lögreglunnar liggi í því að ekki sé of mikið haft fyrir vörninni. Hverjir svo sem hagsmunirnir kunni að vera, eða kunni ekki að vera, hlýtur að vera óeðlilegt að sá sem rannsakar mál og vill ná fram sakfellingu velji þann sem á að standa í veginum. Í nóvember 2015 sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þetta stæði til bóta. Menn væru misviljugir að taka að sér verjendastörf en nú (árið 2015) ættu sér stað samræður á milli lögreglu og Lögmannafélagsins um uppfærðan bakvarðalist Lögmannafélagsins. Ekkert hefur þó breyst á þessum árum. Afstaða hefur ítrekað bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en allt hefur komið fyrir ekki. Lögmannafélagið virðist ekki hafa áhuga á málinu. Félagið hefur íhugað að senda dómstólum erindi en samkvæmt upplýsingum félagsins hafa þeir enga sérstaka aðkomu að málum sem ekki eru komin fyrir dóm. Hvað er þá til ráða? Afstaða telur það ekki sitt hlutverk að aðstoða sakborninga á rannsóknarstigi enda um viðkvæmt lögfræðilegt viðfangsefni að ræða. Hins vegar fer mikill tími í þessi mál enda óánægja oft mikil. Þess vegna hefur Afstaða tekið saman lista lögmanna sem fangar og sakborningar hafa haft góða reynslu af. Félagið leggur til að lögreglan kynni sér þennan lista og hafi hann við höndina þegar lögmenn eru valdir til verjendastarfa. Með því telur félagið að hagsmunatengsl á milli lögreglu og verjanda verði síður til staðar. Þá eru sakborningar og þeirra aðstandendur velkomnir að fá ráð hjá Afstöðu í formadur@afstada.is og hér er linkur á lögmannalistann okkar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun