Að brosa til viðskiptavina Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 10:00 Þér getur gengið betur og liðið betur ef þú brosir til viðskiptavina. Vísir/Getty Við þekkjum það öll af eigin raun að það skiptir máli hvernig við upplifum starfsfólk fyrirtækja sem við eigum viðskipti við eða verslum hjá og þá ekki síst hversu jákvæð sú upplifun er. Sem aftur þýðir að það hvernig viðskiptavinir upplifa okkur sem starfsfólk fyrirtækja getur skipt sköpum. Eitt af því sem getur hjálpað mikið til við að fólk upplifi okkur á jákvæðan hátt er bros. Já, það að við brosum til viðskiptavina getur aukið ánægju þeirra svo um munar og það á við bæði um það þegar við hittum viðskiptavini eða ræðum við viðskiptavini í síma. Það besta við brosið er að það gerir okkur sjálfum svo gott. Þannig hafa rannsóknir sýnt að það að brosa getur peppað sjálfsöryggið okkar upp um 10%. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölu getur þetta atriði eitt og sér verið mjög mikilvægt. Þá er það vitað að viðskiptavinir leitast frekar við að fá þjónustu eða mynda tengsl við starfsfólk sem það upplifir sem jákvæða einstaklinga. Að brosa til viðskiptavina er þar lykilatriði. Ekki er það síðan verra að þegar að við brosum þá komumst við ósjálfrátt í betra skap. Að brosa sem oftast er því partur af okkar eigin vellíðan. Í starfi getur brosið líka skilað okkur meiri velgengni því það sem við gerum sjálfkrafa þegar fólk brosir til okkar, er að brosa á móti. Viðskiptavinur sem smitast af okkar eigin ánægju er líklegri til að versla meir eða vilja vera í viðskiptum við okkur. En hvers vegna skiptir bros líka máli símleiðis? Þegar að við tölum við fólk í síma heyrum við það vel hvort viðkomandi er brosandi eða jákvæð/ur í fasi eða ekki. Að sama skapi erum við fljót að átta okkur á því ef viðkomandi er frekar fýldur eða alvarlegur. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölumennsku, fer mikil vinna fram símleiðis. Að brosa á meðan talað er hjálpar okkur að virka jákvætt á viðskiptavininn. Jafn auðvelt og það er að brosa, getur það líka verið hægara sagt en gert því auðvitað er dagsformið okkar mismunandi. Fyrsta skrefið er þó að taka ákvörðun um það að brosa meira og oftar í vinnunni og finna leiðir til að þjálfa okkur í að brosa oftar. Góðu ráðin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Við þekkjum það öll af eigin raun að það skiptir máli hvernig við upplifum starfsfólk fyrirtækja sem við eigum viðskipti við eða verslum hjá og þá ekki síst hversu jákvæð sú upplifun er. Sem aftur þýðir að það hvernig viðskiptavinir upplifa okkur sem starfsfólk fyrirtækja getur skipt sköpum. Eitt af því sem getur hjálpað mikið til við að fólk upplifi okkur á jákvæðan hátt er bros. Já, það að við brosum til viðskiptavina getur aukið ánægju þeirra svo um munar og það á við bæði um það þegar við hittum viðskiptavini eða ræðum við viðskiptavini í síma. Það besta við brosið er að það gerir okkur sjálfum svo gott. Þannig hafa rannsóknir sýnt að það að brosa getur peppað sjálfsöryggið okkar upp um 10%. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölu getur þetta atriði eitt og sér verið mjög mikilvægt. Þá er það vitað að viðskiptavinir leitast frekar við að fá þjónustu eða mynda tengsl við starfsfólk sem það upplifir sem jákvæða einstaklinga. Að brosa til viðskiptavina er þar lykilatriði. Ekki er það síðan verra að þegar að við brosum þá komumst við ósjálfrátt í betra skap. Að brosa sem oftast er því partur af okkar eigin vellíðan. Í starfi getur brosið líka skilað okkur meiri velgengni því það sem við gerum sjálfkrafa þegar fólk brosir til okkar, er að brosa á móti. Viðskiptavinur sem smitast af okkar eigin ánægju er líklegri til að versla meir eða vilja vera í viðskiptum við okkur. En hvers vegna skiptir bros líka máli símleiðis? Þegar að við tölum við fólk í síma heyrum við það vel hvort viðkomandi er brosandi eða jákvæð/ur í fasi eða ekki. Að sama skapi erum við fljót að átta okkur á því ef viðkomandi er frekar fýldur eða alvarlegur. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölumennsku, fer mikil vinna fram símleiðis. Að brosa á meðan talað er hjálpar okkur að virka jákvætt á viðskiptavininn. Jafn auðvelt og það er að brosa, getur það líka verið hægara sagt en gert því auðvitað er dagsformið okkar mismunandi. Fyrsta skrefið er þó að taka ákvörðun um það að brosa meira og oftar í vinnunni og finna leiðir til að þjálfa okkur í að brosa oftar.
Góðu ráðin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira