Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 07:38 Geofrrey Berman hefur verið saksóknari í New York frá því í janúar 2018. Vísir/Getty Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Berman segist hann ekki hafa í hyggju að segja af sér og að hann muni ekki gera það fyrr en annar maður verði tilnefndur í starfið af forseta líkt og lög kveða á um. Berman komst að væntanlegri afsögn sinni þegar hann sjálfur sá fréttatilkynningu sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi frá sér á föstudagskvöld. Engar skýringar fylgdu tilkynningunni heldur kom aðeins fram að saksóknarinn myndi stíga til hliðar og að Jay Clayton myndi taka við. Þá var honum þakkað fyrir störf sín og sagður hafa staðið sig vel frá því hann tók við í janúar árið 2018. Attorney General William P. Barr on the Nomination of Jay Clayton to Serve as U.S. Attorney for the Southern District of New York https://t.co/lziVbkLxGP— Justice Department (@TheJusticeDept) June 20, 2020 Berman segir allar rannsóknir á hans borði því vera enn í vinnslu, en hann hefur rannsakað þónokkur mál sem tengjast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Á vef BBC segir að hann hafi meðal annars rannsakað Michael Cohen, fyrrum lögmann Trump, sem var dæmdur fyrir fjársvik í tengslum við kosningabaráttu forsetans og fyrir það að hafa logið að þinginu. Þá hefur hann einnig verið að rannsaka Rudy Giuliani, núverandi lögmann forsetans. Á meðal helstu mála sem nú eru til rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Berman sagði Andrés ítrekað hafa neitað að mæta í viðtal en ef honum væri alvara með að sýna samvinnuvilja stæðu dyr hans ávallt opnar. Tímasetningin þykir undarleg Í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins segir að forsetinn muni tilnefna Jay Clayton, formann öryggis- og viðskiptanefndar ríkisstjórnarinnar, en sá hefur aldrei sinnt starfi saksóknara áður. Berman segist ætla að sinna starfi sínu og rannsóknum þar til sú tilnefning hefur farið í gegn samkvæmt lögum. Málið hefur vakið furðu margra og sagði Preet Bharara, forveri Berman í starfi, tímasetninguna undarlega í ljósi þess að aðeins fimm mánuðir væru til kosninga. Í ofanálag hafði Trump sjálfur valið Berman í starfið í janúar 2018 þegar hann rak Bharara. Why does a president get rid of his own hand-picked US Attorney in SDNY on a Friday night, less than 5 months before the election?— Preet Bharara (@PreetBharara) June 20, 2020 „Af hverju myndi forseti losa sig við sinn eigin saksóknara í suðurhluta New York á föstudagskvöldi, aðeins fimm mánuðum fyrir kosningar?“ skrifaði Bharara á Twitter-síðu sína. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Berman segist hann ekki hafa í hyggju að segja af sér og að hann muni ekki gera það fyrr en annar maður verði tilnefndur í starfið af forseta líkt og lög kveða á um. Berman komst að væntanlegri afsögn sinni þegar hann sjálfur sá fréttatilkynningu sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi frá sér á föstudagskvöld. Engar skýringar fylgdu tilkynningunni heldur kom aðeins fram að saksóknarinn myndi stíga til hliðar og að Jay Clayton myndi taka við. Þá var honum þakkað fyrir störf sín og sagður hafa staðið sig vel frá því hann tók við í janúar árið 2018. Attorney General William P. Barr on the Nomination of Jay Clayton to Serve as U.S. Attorney for the Southern District of New York https://t.co/lziVbkLxGP— Justice Department (@TheJusticeDept) June 20, 2020 Berman segir allar rannsóknir á hans borði því vera enn í vinnslu, en hann hefur rannsakað þónokkur mál sem tengjast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Á vef BBC segir að hann hafi meðal annars rannsakað Michael Cohen, fyrrum lögmann Trump, sem var dæmdur fyrir fjársvik í tengslum við kosningabaráttu forsetans og fyrir það að hafa logið að þinginu. Þá hefur hann einnig verið að rannsaka Rudy Giuliani, núverandi lögmann forsetans. Á meðal helstu mála sem nú eru til rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Berman sagði Andrés ítrekað hafa neitað að mæta í viðtal en ef honum væri alvara með að sýna samvinnuvilja stæðu dyr hans ávallt opnar. Tímasetningin þykir undarleg Í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins segir að forsetinn muni tilnefna Jay Clayton, formann öryggis- og viðskiptanefndar ríkisstjórnarinnar, en sá hefur aldrei sinnt starfi saksóknara áður. Berman segist ætla að sinna starfi sínu og rannsóknum þar til sú tilnefning hefur farið í gegn samkvæmt lögum. Málið hefur vakið furðu margra og sagði Preet Bharara, forveri Berman í starfi, tímasetninguna undarlega í ljósi þess að aðeins fimm mánuðir væru til kosninga. Í ofanálag hafði Trump sjálfur valið Berman í starfið í janúar 2018 þegar hann rak Bharara. Why does a president get rid of his own hand-picked US Attorney in SDNY on a Friday night, less than 5 months before the election?— Preet Bharara (@PreetBharara) June 20, 2020 „Af hverju myndi forseti losa sig við sinn eigin saksóknara í suðurhluta New York á föstudagskvöldi, aðeins fimm mánuðum fyrir kosningar?“ skrifaði Bharara á Twitter-síðu sína.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent