Íslandsmót í holukeppni: Ólafía og Guðrún Brá mætast í undanúrslitum Ísak Hallmundarson skrifar 20. júní 2020 19:00 Ólafía Þórunn hefur spilað vel um helgina og leikur í undanúrslitum á morgun. mynd/gsí/golf.is Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira