Sex vistaðir í fangageymslu í nótt Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:16 Sex voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Vísir/vilhelm Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða. Lögreglumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða.
Lögreglumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira