Edrú Gunnar Dan Wiium skrifar 22. júní 2020 17:30 Ég er 43 ára, korter í miðaldra ef ekki orðin. Það er eins og ég hafi stigið inn í gegnum svokallað stargate eða einhverskonar ormagöng því ég var að mæma Ice-T fyrir korteri síðan. Okkur er hent út í lífið þar sem leiðarnar eru ýmsar. Við getum tekið leið mennta og menningar, lista og sköpunar. Við getum stigið inn á leið barneigna og hjónabands. Við getum stigið inn á svið óreglu, drukkið og dópað, logið og reykt. Við stígum inn í jafn margar víddir og við erum mörg. Óteljandi möguleikar þar öllu er hægt að blanda saman í einhverja partýmöllu. Möllu sem svo oft kemur okkur á óvart því ferðin var ef til vill án markmiðs þótt löngun í ákveðna niðurstöðu hafi alltaf verið til staðar.Sautjánda júní síðastliðinn voru liðin fjögur ár síðan það rann af mér. Fjögur ár síðan ég neytti áfengis sem og annarra efna sem ég svo lengi hef leitað örvæntingafullt í. Það sem knúði mig til bindindis þennan tiltekna dag var alls ekki í nafni sjálfstæðis og sjálfbærni hverjar einingar fyrir sig heldur sársauki. Og þá ekki einungis minn sársauki sem ég hafði reynt að deyfa svo lengi heldur sársauki fólksins í kringum mig sem smaug inn í rifu samkenndar þegar að færi gafst. Í augum annarra sá ég sársauka sem svo ég upplifði sem minn eigin. Ég sá hvernig geta mín til grunnskyldna hafði verið rýrð. Ég sá hvernig efnishyggjan var byrjuð að naga sig upp í sjálfa mennskuna. Ég hef barist við fíknir af öllum mögulegum toga síðan ég man eftir mér. Og þá meina ég ekki fíknin í draga andann eða nærast heldur fíkn í breytt ástand innan eigin vitundar því hugarfar mitt virðist hafa tilhneigingu til skörunar einda sem svo framkallar viðnám með tilheyrandi sliti, súrefnisskort með skertri getu til afgreiðslu útfrá rýmisdómgreind. Og í þessu ástandi virðist ég sækja örvæntingarfullt í hverfula lausn innan aðferða efnishyggju, eins og hugsun geti lagað vandan sem snýr að of mikilli hugsun. Eins og lausnin felist í að koma eftirtektinni undir massann í stað þess að losa til um massann og grisja í þeim tilgangi upplifa meira rými til flugs eftirtektar. Ég er korter í miðaldra ef ekki þegar orðin og samtímis er ég nývaknaður úr svefn efnishyggjunnar. Ég hef öðlast getu til skyldna og þjónustu. Ég hef stigið inn á svið mennskunnar þar sem þörf mín í hugarfarsbreytingu utanfrá og inn er ekki lengur til staðar. Ég virðist hafa komist í ástand vitundar þar sem tengsl hafa myndast við brunn eða rætur raunmennsku. Raunmennsku þar sem ég virðist fram að þessu bara getað verið í því sem er þegar það er, hvernig sem er. Hæhó og jibbýjey Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 43 ára, korter í miðaldra ef ekki orðin. Það er eins og ég hafi stigið inn í gegnum svokallað stargate eða einhverskonar ormagöng því ég var að mæma Ice-T fyrir korteri síðan. Okkur er hent út í lífið þar sem leiðarnar eru ýmsar. Við getum tekið leið mennta og menningar, lista og sköpunar. Við getum stigið inn á leið barneigna og hjónabands. Við getum stigið inn á svið óreglu, drukkið og dópað, logið og reykt. Við stígum inn í jafn margar víddir og við erum mörg. Óteljandi möguleikar þar öllu er hægt að blanda saman í einhverja partýmöllu. Möllu sem svo oft kemur okkur á óvart því ferðin var ef til vill án markmiðs þótt löngun í ákveðna niðurstöðu hafi alltaf verið til staðar.Sautjánda júní síðastliðinn voru liðin fjögur ár síðan það rann af mér. Fjögur ár síðan ég neytti áfengis sem og annarra efna sem ég svo lengi hef leitað örvæntingafullt í. Það sem knúði mig til bindindis þennan tiltekna dag var alls ekki í nafni sjálfstæðis og sjálfbærni hverjar einingar fyrir sig heldur sársauki. Og þá ekki einungis minn sársauki sem ég hafði reynt að deyfa svo lengi heldur sársauki fólksins í kringum mig sem smaug inn í rifu samkenndar þegar að færi gafst. Í augum annarra sá ég sársauka sem svo ég upplifði sem minn eigin. Ég sá hvernig geta mín til grunnskyldna hafði verið rýrð. Ég sá hvernig efnishyggjan var byrjuð að naga sig upp í sjálfa mennskuna. Ég hef barist við fíknir af öllum mögulegum toga síðan ég man eftir mér. Og þá meina ég ekki fíknin í draga andann eða nærast heldur fíkn í breytt ástand innan eigin vitundar því hugarfar mitt virðist hafa tilhneigingu til skörunar einda sem svo framkallar viðnám með tilheyrandi sliti, súrefnisskort með skertri getu til afgreiðslu útfrá rýmisdómgreind. Og í þessu ástandi virðist ég sækja örvæntingarfullt í hverfula lausn innan aðferða efnishyggju, eins og hugsun geti lagað vandan sem snýr að of mikilli hugsun. Eins og lausnin felist í að koma eftirtektinni undir massann í stað þess að losa til um massann og grisja í þeim tilgangi upplifa meira rými til flugs eftirtektar. Ég er korter í miðaldra ef ekki þegar orðin og samtímis er ég nývaknaður úr svefn efnishyggjunnar. Ég hef öðlast getu til skyldna og þjónustu. Ég hef stigið inn á svið mennskunnar þar sem þörf mín í hugarfarsbreytingu utanfrá og inn er ekki lengur til staðar. Ég virðist hafa komist í ástand vitundar þar sem tengsl hafa myndast við brunn eða rætur raunmennsku. Raunmennsku þar sem ég virðist fram að þessu bara getað verið í því sem er þegar það er, hvernig sem er. Hæhó og jibbýjey
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar