Sara braut glerskál á hausnum sínum og Anníe Mist mundaði riffil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 08:30 Það voru frekar skrýtnir hlutir að gerast á Instagram síðum tveggja af stærstu stjörnum Íslands í CrossFit íþróttinni þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Myndir/Instagram Það er ekki auðvelt að vera atvinnumaður í íþrótt sem lifir á jafnmiklum óvissutímum og CrossFit gerir þessa dagana. Hvort nýjustu Instagram færslur tveggja af stærstu CrossFit stjörnum Íslands sé tákn um það er erfitt að segja en þær skera sig að minnsta kosti úr flestum færslum þeirra beggja hingað til. Ekkert er í raun vitað um framtíðina í CrossFit íþróttinni og hún gæti jafnvel þurft að skipta um nafn til að lifa. Heimur yfirstjórnar CrossFit verður alltaf ljótari og ljótari eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið. Það er krafa um stórar breytingar en lítið gerist á meðan Greg Glassman á íþróttina einn. Heimsleikarnir í CrossFit 2020 eru líka í uppnámi eftir því sem fleiri og fleiri útiloka það að taka þátt. Katrín Tanja var ein af þeim fyrstu en alls hafa sextán gefið það út að þeir verði ekki með á heimsleikunum í ár. Íslensku CrossFit-stjörnurnar eru kannski miklu lengra í burtu frá því sem er að gerast en sem dæmi Katrín Tanja Davíðsdóttir sem hefur tekið slaginn af fullum krafti í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir hefur stutt vel við bakið á vinkonu sinni en Katrín Tanja hefur viðurkennt að síðustu vikur hafi tekið mjög á hana. Katrín Tanja fagnaði líka óvenjulegri leið samlöndu sinnar Söru Sigmundsdóttur til að tjá sig um ástandið á Instagram. Sara setti inn mjög sérstakt myndband af sér þar sem hún drekkur úr glerskál og brýtur hana síðan á höfðinu á sér. Sara skrifaði síðan við myndbandið: „Ég að reyna átta mig á öllu því sem er í gangi núna.“ Það er nokkuð ljóst að þetta er tilvísun í ástandið í CrossFit heiminum og jafnvel nýjustu fréttir af meðferð kvenna hjá CrossFit. Katrín Tanja tekur því þannig og skrifar við færslu Söru: „Takk og amen. hahahahaha.“ Það má sjá færslu Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram Me trying to make some sense of all the stuff that is going on??????? A post shared by Sara Sigmundsdo´ttir (@sarasigmunds) on Jun 22, 2020 at 5:52am PDT Anníe Mist Þórisdóttir ákvað aftur á móti að endurgera mynd frá því fyrir ári síðan þegar hún keppti með loftriffil á Rogue Invitational mótinu. Anníe Mist tók nýja mynd af sér og setti við hliðina en eins og allir vita þá er hún komin meira en sjö mánuði á leið með dóttur sína. Bumban stelur auðvitað senunni en það er líka óvenjulegt að sjá CrossFit stjörnu með slíkan riffil í keppni. Rogue Invitational mótið hefur verið tilbúið að brydda upp á nýjungum og þetta var dæmi um það. Heimsmeistarinn Tia-Clari Toomey er meðal þeirra sem kemur með athugasemd við myndina hjá Anníe Mist og hún skrifaði undir: „Þetta er magnað.“ Það verður samt að segja að þessi færsla Anníe Mist er að allt öðrum toga en við erum vön enda mun agressífari en flestar hinar. Færslu Anníe Mistar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1 year apart- Same/ similar diet just less going into growing muscle and more going into growing a baby ?? Biggest changes I have made is little less carbs and more protein (when I can) I do crave the carbs more ??. @rpstrength has been with me every step of the way helping me out with what to eat and when to eat making sure I get enough for me and my baby and enough to keep me happy and active. #airrifle @rogueinvitational A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jun 22, 2020 at 7:08am PDT CrossFit Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri | Jöfnunarmark á lokasekúndum leiksins Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
Það er ekki auðvelt að vera atvinnumaður í íþrótt sem lifir á jafnmiklum óvissutímum og CrossFit gerir þessa dagana. Hvort nýjustu Instagram færslur tveggja af stærstu CrossFit stjörnum Íslands sé tákn um það er erfitt að segja en þær skera sig að minnsta kosti úr flestum færslum þeirra beggja hingað til. Ekkert er í raun vitað um framtíðina í CrossFit íþróttinni og hún gæti jafnvel þurft að skipta um nafn til að lifa. Heimur yfirstjórnar CrossFit verður alltaf ljótari og ljótari eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið. Það er krafa um stórar breytingar en lítið gerist á meðan Greg Glassman á íþróttina einn. Heimsleikarnir í CrossFit 2020 eru líka í uppnámi eftir því sem fleiri og fleiri útiloka það að taka þátt. Katrín Tanja var ein af þeim fyrstu en alls hafa sextán gefið það út að þeir verði ekki með á heimsleikunum í ár. Íslensku CrossFit-stjörnurnar eru kannski miklu lengra í burtu frá því sem er að gerast en sem dæmi Katrín Tanja Davíðsdóttir sem hefur tekið slaginn af fullum krafti í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir hefur stutt vel við bakið á vinkonu sinni en Katrín Tanja hefur viðurkennt að síðustu vikur hafi tekið mjög á hana. Katrín Tanja fagnaði líka óvenjulegri leið samlöndu sinnar Söru Sigmundsdóttur til að tjá sig um ástandið á Instagram. Sara setti inn mjög sérstakt myndband af sér þar sem hún drekkur úr glerskál og brýtur hana síðan á höfðinu á sér. Sara skrifaði síðan við myndbandið: „Ég að reyna átta mig á öllu því sem er í gangi núna.“ Það er nokkuð ljóst að þetta er tilvísun í ástandið í CrossFit heiminum og jafnvel nýjustu fréttir af meðferð kvenna hjá CrossFit. Katrín Tanja tekur því þannig og skrifar við færslu Söru: „Takk og amen. hahahahaha.“ Það má sjá færslu Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram Me trying to make some sense of all the stuff that is going on??????? A post shared by Sara Sigmundsdo´ttir (@sarasigmunds) on Jun 22, 2020 at 5:52am PDT Anníe Mist Þórisdóttir ákvað aftur á móti að endurgera mynd frá því fyrir ári síðan þegar hún keppti með loftriffil á Rogue Invitational mótinu. Anníe Mist tók nýja mynd af sér og setti við hliðina en eins og allir vita þá er hún komin meira en sjö mánuði á leið með dóttur sína. Bumban stelur auðvitað senunni en það er líka óvenjulegt að sjá CrossFit stjörnu með slíkan riffil í keppni. Rogue Invitational mótið hefur verið tilbúið að brydda upp á nýjungum og þetta var dæmi um það. Heimsmeistarinn Tia-Clari Toomey er meðal þeirra sem kemur með athugasemd við myndina hjá Anníe Mist og hún skrifaði undir: „Þetta er magnað.“ Það verður samt að segja að þessi færsla Anníe Mist er að allt öðrum toga en við erum vön enda mun agressífari en flestar hinar. Færslu Anníe Mistar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1 year apart- Same/ similar diet just less going into growing muscle and more going into growing a baby ?? Biggest changes I have made is little less carbs and more protein (when I can) I do crave the carbs more ??. @rpstrength has been with me every step of the way helping me out with what to eat and when to eat making sure I get enough for me and my baby and enough to keep me happy and active. #airrifle @rogueinvitational A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jun 22, 2020 at 7:08am PDT
CrossFit Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri | Jöfnunarmark á lokasekúndum leiksins Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira