„Þið eigið heima hér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 21:18 Umræður um MDE á Alþingi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „ Hér er veisla, segir valdið, það sér allt óbilað fólk. Það er bara ekki öllum boðið. Hjúkrunarfræðingur, segirðu? Þér er ekki boðið. Ljósmóðir? Þér er ekki boðið. Öryrki? Eldri borgari? Ykkur er ekki boðið. Innflytjandi? Útlendingur? Hælisleitandi? Þú átt ekki heima hér. Og þér er alls ekki boðið.“ Það sem Þórhildur kallar „villuljós valdhafanna“ segir hún vera vopn í höndum þeirra, meðan aðrir leyfi því að viðgangast. Hér á landi sé smá klíka sem eigi og megi allt. Sú klíka megi sín þó lítils þegar allir þeir hópar sem jaðarsettir hafi verið átti sig á stærð sinni og krafti. Það sjáist meðal annars vel á nýlegum sigri láglaunafólks sem virkjað hafi samtakamátt sinn. Þá ávarpaði hún innflytjendur landsins á fimm tungumálum. Íslensku, ensku, pólsku, filippseysku og víetnömsku. „Og því vil ég segja að lokum, við hjúkrunarfræðingana, við fiskverkakonurnar, við ljósmæður, við öryrkja, aldraða og fatlaða, við ykkur öll sem haldið er úti í kuldanum: Ykkur er boðið. Þið eigið öll heima hér. Ég vil segja við alla þá frábæru innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur sem hér búa: You belong here. Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀. Wasz Dom jest tutaj. Dito ang bahay nyo. Eða á íslensku: Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Hælisleitendur Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „ Hér er veisla, segir valdið, það sér allt óbilað fólk. Það er bara ekki öllum boðið. Hjúkrunarfræðingur, segirðu? Þér er ekki boðið. Ljósmóðir? Þér er ekki boðið. Öryrki? Eldri borgari? Ykkur er ekki boðið. Innflytjandi? Útlendingur? Hælisleitandi? Þú átt ekki heima hér. Og þér er alls ekki boðið.“ Það sem Þórhildur kallar „villuljós valdhafanna“ segir hún vera vopn í höndum þeirra, meðan aðrir leyfi því að viðgangast. Hér á landi sé smá klíka sem eigi og megi allt. Sú klíka megi sín þó lítils þegar allir þeir hópar sem jaðarsettir hafi verið átti sig á stærð sinni og krafti. Það sjáist meðal annars vel á nýlegum sigri láglaunafólks sem virkjað hafi samtakamátt sinn. Þá ávarpaði hún innflytjendur landsins á fimm tungumálum. Íslensku, ensku, pólsku, filippseysku og víetnömsku. „Og því vil ég segja að lokum, við hjúkrunarfræðingana, við fiskverkakonurnar, við ljósmæður, við öryrkja, aldraða og fatlaða, við ykkur öll sem haldið er úti í kuldanum: Ykkur er boðið. Þið eigið öll heima hér. Ég vil segja við alla þá frábæru innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur sem hér búa: You belong here. Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀. Wasz Dom jest tutaj. Dito ang bahay nyo. Eða á íslensku: Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Hælisleitendur Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira