Fjölnir og FH naumlega í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins | Framlenging hjá ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 21:30 Morten Beck sá til þess að FH vann nauman sigur á Þrótti. Vísir/Daniel Nær öllum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum er nú lokið. FH og Fjölnir fóru naumlega áfram og þá þurfti að framlengja í leik Kórdrengja og ÍA. FH, sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi Max deildinni í sumar, heimsótti Þrótt í Laugardalnum en heimamenn leika í Lengjudeildinni. Leikurinn var töluvert jafnari en menn hefðu þorað að vona. Morten Beck Andersen kom FH yfir á 5. mínútu en Djordje Panic jafnaði metin fyrir Þrótt þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan í hálfleik. Morten Beck skoraði sitt annað mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Reyndist það sigurmark leiksins og lokatölur því 2-1 FH í vil. Í Grafarvogi voru Selfyssingar í heimsókn en á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max eru gestirnir í 2. deild. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks en Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútur. Ingiberkur Kort Sigurðsson jafnaði metin fyrir Fjölni tæpum fimmtán mínútum síðar en gestirnir létu það ekki á sig fá og komust aftur yfir með marki Valdimars Jóhannssonar þegar tæpur hálftími var liðinn. Adam var þó ekki lengi í paradís en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fjölni aðeins tveimur mínútum eftir að Selfoss komst yfir. Staðan 2-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri enda var aðeins eitt mark sem leit dagsins ljós. Það gerði Jón Gísli Ström og tryggði Fjölni þar með 3-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór Akureyri vann 2-1 heimasigur á Reyni Sandgerði eftir framlengdan leik. Heimamenn leika í Lengjudeildinni á meðan Reynir er í 3. deild. Elton Renato Livramento Barros kom Reyni óvænt yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan allt fram á 78. mínútu leiksins þegar Sölvi Sverrisson jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þórsarar fengu víti undir lok framlengingar og skaut Sigurður Marinó Kristjánsson þeim inn í 16-liða úrslitin er hann skoraði úr vítinu. Lokatölur á Akureyri 2-1 og Sandgerðingar fara í súra ferð heim á leið. Þá þurfti að framlengja leik Kórdrengja og ÍA en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Fjölnir ÍA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Nær öllum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum er nú lokið. FH og Fjölnir fóru naumlega áfram og þá þurfti að framlengja í leik Kórdrengja og ÍA. FH, sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi Max deildinni í sumar, heimsótti Þrótt í Laugardalnum en heimamenn leika í Lengjudeildinni. Leikurinn var töluvert jafnari en menn hefðu þorað að vona. Morten Beck Andersen kom FH yfir á 5. mínútu en Djordje Panic jafnaði metin fyrir Þrótt þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan í hálfleik. Morten Beck skoraði sitt annað mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Reyndist það sigurmark leiksins og lokatölur því 2-1 FH í vil. Í Grafarvogi voru Selfyssingar í heimsókn en á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max eru gestirnir í 2. deild. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks en Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútur. Ingiberkur Kort Sigurðsson jafnaði metin fyrir Fjölni tæpum fimmtán mínútum síðar en gestirnir létu það ekki á sig fá og komust aftur yfir með marki Valdimars Jóhannssonar þegar tæpur hálftími var liðinn. Adam var þó ekki lengi í paradís en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fjölni aðeins tveimur mínútum eftir að Selfoss komst yfir. Staðan 2-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri enda var aðeins eitt mark sem leit dagsins ljós. Það gerði Jón Gísli Ström og tryggði Fjölni þar með 3-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór Akureyri vann 2-1 heimasigur á Reyni Sandgerði eftir framlengdan leik. Heimamenn leika í Lengjudeildinni á meðan Reynir er í 3. deild. Elton Renato Livramento Barros kom Reyni óvænt yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan allt fram á 78. mínútu leiksins þegar Sölvi Sverrisson jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þórsarar fengu víti undir lok framlengingar og skaut Sigurður Marinó Kristjánsson þeim inn í 16-liða úrslitin er hann skoraði úr vítinu. Lokatölur á Akureyri 2-1 og Sandgerðingar fara í súra ferð heim á leið. Þá þurfti að framlengja leik Kórdrengja og ÍA en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Fjölnir ÍA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18