Þetta gerðist á okkar vakt Grímur Atlason skrifar 26. júní 2020 14:34 Í gær brann hús í Vesturbænum í næsta nágrenni við mig. Í þessu húsi eiga lögheimili 73 einstaklingar og virðist það hafa gengt hlutverki íverustaðar fyrir erlenda farandverkamenn. Húsnæðið var sagt brunagildra af slökkviliðsstjóra og verkalýðsfélagið Efling ku hafa kvartað undan aðbúnaði starfsmanna ítrekað. Undrunaralda gengur nú um samfélagið og fólk spyr sig hvernig svona nokkuð getur gerst. Það er mjög eðlilegt enda er þetta bæði óskiljanlegt og afar sorglegt mál. Fólk er reitt og vill draga fólk til ábyrgðar. Það er líka eðlilegt og sjálfsagt. En við ættum líka öll sem eitt að setjast niður og horfa í eigin barm. Hvernig má það vera að hópur manna býr við allt önnur kjör og aðstæður en þorri fólks? Virðing fyrir fólki, óháð kyni, skoðunum og bakgrunni, er undirstaða siðaðs samfélags. Baráttan gegn fordómum og hvers kyns mismunun er í raun eina baráttan sem skiptir öllu máli. Við eigum langt í land á Íslandi þó margt hafi áunnist. Í vikunni heyrðum t.d. við af málefnum heimilislausra og viðbrögðum í samfélaginu vegna þeirra. Þar tjáðu sig margir en oft af fullkominni vanþekkingu og með sleggjudómum og rangfærslum. Heimilislausum þyrfti vissulega að hjálpa en alltaf betra að það verði gert í næsta hverfi eða næsta sveitarfélagi. Í þessu liggur vandinn. Setjum lok á vandamálin og horfum í hina áttina. Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus. Það eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina. Mál hafa komið upp endurtekið sl. ár og áratugi. Brunagildrur á Kársnesinu, á Höfða, í Breiðholti o.s.frv. Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð. Horfast í augu við það að mörgþúsund störf eru svo illa borguð á Íslandi að þeim er sinnt af farandverkamönnum sem fæst okkar eigum nokkurt samneyti við. Starfsmannaleigur eru margar og margskonar en sumar þeirra virðast geta komist upp með það ítrekað að fótumtroða réttindi verkamanna sinna. Stöndum í lappirnar og segjum mismunun stríð á hendur. Sættum okkur ekki við að fólk borgi 100.000 kr. fyrir gluggalaus herbergi í mygluhjöllum. Það gerum við með því að gangast við ábyrgð okkar sem er að við leyfðum þessu að gerast á okkar vakt! Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Grímur Atlason Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í gær brann hús í Vesturbænum í næsta nágrenni við mig. Í þessu húsi eiga lögheimili 73 einstaklingar og virðist það hafa gengt hlutverki íverustaðar fyrir erlenda farandverkamenn. Húsnæðið var sagt brunagildra af slökkviliðsstjóra og verkalýðsfélagið Efling ku hafa kvartað undan aðbúnaði starfsmanna ítrekað. Undrunaralda gengur nú um samfélagið og fólk spyr sig hvernig svona nokkuð getur gerst. Það er mjög eðlilegt enda er þetta bæði óskiljanlegt og afar sorglegt mál. Fólk er reitt og vill draga fólk til ábyrgðar. Það er líka eðlilegt og sjálfsagt. En við ættum líka öll sem eitt að setjast niður og horfa í eigin barm. Hvernig má það vera að hópur manna býr við allt önnur kjör og aðstæður en þorri fólks? Virðing fyrir fólki, óháð kyni, skoðunum og bakgrunni, er undirstaða siðaðs samfélags. Baráttan gegn fordómum og hvers kyns mismunun er í raun eina baráttan sem skiptir öllu máli. Við eigum langt í land á Íslandi þó margt hafi áunnist. Í vikunni heyrðum t.d. við af málefnum heimilislausra og viðbrögðum í samfélaginu vegna þeirra. Þar tjáðu sig margir en oft af fullkominni vanþekkingu og með sleggjudómum og rangfærslum. Heimilislausum þyrfti vissulega að hjálpa en alltaf betra að það verði gert í næsta hverfi eða næsta sveitarfélagi. Í þessu liggur vandinn. Setjum lok á vandamálin og horfum í hina áttina. Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus. Það eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina. Mál hafa komið upp endurtekið sl. ár og áratugi. Brunagildrur á Kársnesinu, á Höfða, í Breiðholti o.s.frv. Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð. Horfast í augu við það að mörgþúsund störf eru svo illa borguð á Íslandi að þeim er sinnt af farandverkamönnum sem fæst okkar eigum nokkurt samneyti við. Starfsmannaleigur eru margar og margskonar en sumar þeirra virðast geta komist upp með það ítrekað að fótumtroða réttindi verkamanna sinna. Stöndum í lappirnar og segjum mismunun stríð á hendur. Sættum okkur ekki við að fólk borgi 100.000 kr. fyrir gluggalaus herbergi í mygluhjöllum. Það gerum við með því að gangast við ábyrgð okkar sem er að við leyfðum þessu að gerast á okkar vakt! Höfundur er framkvæmdastjóri.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun