Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 16:02 Alvar Óskarsson, Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru í dag dæmdir í sjö og sex ára fangelsi fyrir fíkniefnaframleiðslu. Vísir/Vilhelm Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Alvar mun þurfa að afplána sex ára fangelsisdóm en Einar og Margeir fimm ár hvor um sig en Héraðsdómur hafði dæmt Alvar í sjö ára fangelsi og Einar og Margeir í sex ára fangelsi hvorn um sig. Alvar og Einar Jökull hafa báðir verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot áður en Margeir á engan sakaferil að baki. Þremenningarnir voru fyrir Héraðsdómi allir ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, 206 kannabisplöntur, 111,5 grömm af kannabisstönglum og að hafa um nokkurt skeið ræktað þessar plöntur. Margeir játaði á sínum tíma á sig þessi brot og játaði Alvar að hafa átt minniháttar aðild að brotinu. Þá voru þeir einnig ákærðir fyrir aðild að umfangsmikilli amfetamínframleiðslu sem fór fram í sumarbústað í Heyholtslandi í Borgarfirði í fyrrasumar en alls var lagt hald á tæp 8.600 grömm af efninu. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Þá var Alvar jafnan ákærður fyrir að hafa haft í bifreið sinni 7,78 grömm af amfetamíni þegar hann var stöðvaður af lögreglu á Vesturlandsvegi þann 7. júní 2019. Hann játaði að hafa haft efnið í vörslu en hélt því fram að hann hafi tekið efnið með sér úr sumarhúsinu fyrir slysni. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Alvar mun þurfa að afplána sex ára fangelsisdóm en Einar og Margeir fimm ár hvor um sig en Héraðsdómur hafði dæmt Alvar í sjö ára fangelsi og Einar og Margeir í sex ára fangelsi hvorn um sig. Alvar og Einar Jökull hafa báðir verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot áður en Margeir á engan sakaferil að baki. Þremenningarnir voru fyrir Héraðsdómi allir ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, 206 kannabisplöntur, 111,5 grömm af kannabisstönglum og að hafa um nokkurt skeið ræktað þessar plöntur. Margeir játaði á sínum tíma á sig þessi brot og játaði Alvar að hafa átt minniháttar aðild að brotinu. Þá voru þeir einnig ákærðir fyrir aðild að umfangsmikilli amfetamínframleiðslu sem fór fram í sumarbústað í Heyholtslandi í Borgarfirði í fyrrasumar en alls var lagt hald á tæp 8.600 grömm af efninu. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Þá var Alvar jafnan ákærður fyrir að hafa haft í bifreið sinni 7,78 grömm af amfetamíni þegar hann var stöðvaður af lögreglu á Vesturlandsvegi þann 7. júní 2019. Hann játaði að hafa haft efnið í vörslu en hélt því fram að hann hafi tekið efnið með sér úr sumarhúsinu fyrir slysni.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00