Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:31 Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira