Hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 13:17 Apu er einn þekktasti karakter þáttanna. Nú mun hann fá nýja rödd. Youtube Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. Þetta þýðir til að mynda að nýr leikari mun taka við því hlutverki að tala fyrir indverska karakterinn og búðareigandann Apu. Leikarinn Hank Azaria hefur talað fyrir Apu frá upphafi, eða í þrjátíu ár, en það hefur lengi þótt umdeilt. Hann greindi frá því fyrr á árinu að hann myndi hætta í því hlutverki. Azaria hefur einnig séð um að tala fyrir aðrar persónur í þáttunum, til að mynda lögreglumanninn Lou og mexíkóska býflugnamanninn. Hann sagðist vera miður sín ef einhver hefði upplifað túlkun sína á Apu fordómafulla. Í stuttri yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna er það tekið skýrt fram að meiri fjölbreytileiki verði í vali á raddleikurum og það sé það rétta í stöðunni. „Við tókum þessa ákvörðun saman. Við vorum sammála. Okkur líður eins og þetta sé rétt ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. Þetta þýðir til að mynda að nýr leikari mun taka við því hlutverki að tala fyrir indverska karakterinn og búðareigandann Apu. Leikarinn Hank Azaria hefur talað fyrir Apu frá upphafi, eða í þrjátíu ár, en það hefur lengi þótt umdeilt. Hann greindi frá því fyrr á árinu að hann myndi hætta í því hlutverki. Azaria hefur einnig séð um að tala fyrir aðrar persónur í þáttunum, til að mynda lögreglumanninn Lou og mexíkóska býflugnamanninn. Hann sagðist vera miður sín ef einhver hefði upplifað túlkun sína á Apu fordómafulla. Í stuttri yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna er það tekið skýrt fram að meiri fjölbreytileiki verði í vali á raddleikurum og það sé það rétta í stöðunni. „Við tókum þessa ákvörðun saman. Við vorum sammála. Okkur líður eins og þetta sé rétt ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira