Útkall barst nú um klukkan þrjú til slökkviliðs vegna bensínleka í Kórahverfinu í Kópavogi. Smábíll hafði einhvern vegin endað uppi á grindverki við götuna og lak bensín úr honum sem slökkviliðið vinnur nú að því að hreinsa.

Samkvæmt slökkviliðinu varð ekki slys á fólki.