Er Þórarinn Tyrfingsson orðinn að vanda SÁÁ? Ingimar Karl Helgason skrifar 29. júní 2020 12:00 Já! er því miður svarið við þessari spurningu. Þetta er stórt orð, en hvernig kemur það til? Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á Hilton hótelinu kl. 17 á morgun, verður tekist á um framtíð samtakanna. Við kjósum á milli gamla tímans og hins nýja. Þórarinn er fulltrúi fyrir liðna tíð og barátta hans fyrir áhrifum og upphefð innan SÁÁ virðist knúin áfram af ofmati á eigin getu og hreinum og beinum ranghugmyndum. Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi. Svo er fólki sagt – og það segir hann sjálfur – að sterkur leiðtogi sé sá eini sem geti leyst þessi ímynduðu vandamál. Hefur einhver heyrt svona lagað áður? Framtíð SÁÁ þarf að byggjast á samvinnu. Meðferðarstarfið þarf að byggjast á faglegri og nútímalegri sýn. Fjármál SÁÁ þurfa að byggja á langtímahugsun. SÁÁ á ekki að reiða sig á spilavíti! Það er þessi framtíðarsýn sem ég ætla að velja á aðalfundi SÁÁ á morgun. Fyrir þessari sýn stendur Einar Hermannsson og stór hópur af góðu fólki úr öllum geirum samfélagsins og grasrótar SÁÁ. Þessi góði hópur vill styðja við þá faglegu og nútímalegu sýn sem reynsluboltinn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs hefur innleitt í meðferðarstarfinu með góðum árangri. Þessi hópur vill reisa styrkar stoðir undir rekstur SÁÁ sem verður góður grunnur að áframhaldandi samfélagslegu starfi. Starfsemi SÁÁ er ein sú mikilvægasta í landinu. Fíknisjúkdómurinn hrjáir ótrúlega marga einstaklinga og fjölskyldur. Hlutverk og skylda SÁÁ er gagnvart þessu fólki, númer eitt tvö og þrjú! Til þess að við getum sinnt þessum grunnskyldum okkar þarf ekki aðeins skýra sýn, heldur samvinnu, yfirvegun og vinnufrið. Kannanir Sameykis (áður SFR) sýna að starfsánægja félagsmanna hjá SÁÁ hefur stórbatnað undir faglegri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og nálgast það besta sem þekkist! Áður var hún nálægt botninum. Þá var Þórarinn Tyrfingsson við stjórn. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki verður haggað. Þeir stjórnarhættir og fortíðarsýn sem Þórarinn Tyrfingsson stendur fyrir eiga ekki erindi í nútímanum og alls ekki til framtíðar. Ég þakka Þórarni Tyrfingssyni gott og mikið brautryðjendastarf, en ef hann vill bjarga SÁÁ núna, þá gerir hann það best með því að sleppa tökunum og láta aðra taka við keflinu og leiða SÁÁ inn í framtíðina. Höfundur er fréttamaður og skjólstæðingur SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Já! er því miður svarið við þessari spurningu. Þetta er stórt orð, en hvernig kemur það til? Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á Hilton hótelinu kl. 17 á morgun, verður tekist á um framtíð samtakanna. Við kjósum á milli gamla tímans og hins nýja. Þórarinn er fulltrúi fyrir liðna tíð og barátta hans fyrir áhrifum og upphefð innan SÁÁ virðist knúin áfram af ofmati á eigin getu og hreinum og beinum ranghugmyndum. Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi. Svo er fólki sagt – og það segir hann sjálfur – að sterkur leiðtogi sé sá eini sem geti leyst þessi ímynduðu vandamál. Hefur einhver heyrt svona lagað áður? Framtíð SÁÁ þarf að byggjast á samvinnu. Meðferðarstarfið þarf að byggjast á faglegri og nútímalegri sýn. Fjármál SÁÁ þurfa að byggja á langtímahugsun. SÁÁ á ekki að reiða sig á spilavíti! Það er þessi framtíðarsýn sem ég ætla að velja á aðalfundi SÁÁ á morgun. Fyrir þessari sýn stendur Einar Hermannsson og stór hópur af góðu fólki úr öllum geirum samfélagsins og grasrótar SÁÁ. Þessi góði hópur vill styðja við þá faglegu og nútímalegu sýn sem reynsluboltinn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs hefur innleitt í meðferðarstarfinu með góðum árangri. Þessi hópur vill reisa styrkar stoðir undir rekstur SÁÁ sem verður góður grunnur að áframhaldandi samfélagslegu starfi. Starfsemi SÁÁ er ein sú mikilvægasta í landinu. Fíknisjúkdómurinn hrjáir ótrúlega marga einstaklinga og fjölskyldur. Hlutverk og skylda SÁÁ er gagnvart þessu fólki, númer eitt tvö og þrjú! Til þess að við getum sinnt þessum grunnskyldum okkar þarf ekki aðeins skýra sýn, heldur samvinnu, yfirvegun og vinnufrið. Kannanir Sameykis (áður SFR) sýna að starfsánægja félagsmanna hjá SÁÁ hefur stórbatnað undir faglegri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og nálgast það besta sem þekkist! Áður var hún nálægt botninum. Þá var Þórarinn Tyrfingsson við stjórn. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki verður haggað. Þeir stjórnarhættir og fortíðarsýn sem Þórarinn Tyrfingsson stendur fyrir eiga ekki erindi í nútímanum og alls ekki til framtíðar. Ég þakka Þórarni Tyrfingssyni gott og mikið brautryðjendastarf, en ef hann vill bjarga SÁÁ núna, þá gerir hann það best með því að sleppa tökunum og láta aðra taka við keflinu og leiða SÁÁ inn í framtíðina. Höfundur er fréttamaður og skjólstæðingur SÁÁ.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun