Ferðagjöfin gildir á búllum en ekki á tjaldsvæðum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 14:06 Meðan ferðagjöfin gildir ekki á tjaldsvæði þá hins vegar vilja veitingamenn í Reykjavík gera sér mat úr henni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur líkast til ekki séð það fyrir. visir/vilhelm/getty/tumi Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19
Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15