Andstæðingar þungunarrofs biðu ósigur fyrir hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:56 Andstæðingar þungunarrofs biðu niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrir utan dómshúsið í dag. Þeir urðu fyrir vonbrigðum. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu. Lögin voru sett árið 2014 og skylduðu lækna sem framkvæma þungunarrof til þess að hafa umboð til að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofu sinni. Reuters-fréttastofan segir að læknum reynist stundum erfitt að fá slíkt umboð. Þessi skylda hefði kipp fótunum undan tveimur af þremur heilsugæslustöðvum í Lousiana sem bjóða upp á þungunarrof. John Roberts, forseti hæstaréttarins og einn fimm íhaldssamra dómara við réttinn, tók undir álit frjálslyndu dómaranna fjögurra og dæmdi heilsugæslustöðinni í vil. Ríkisstjórn Donalds Trump studdi Louisiana-ríki í málinu. Hæstiréttur ógilti áþekk lög í Texas sem gerðu kröfu um að heilsugæslustöðvar sem framkvæmdu þungunarrof hefðu dýran tæknibúnað á við sjúkrahús árið 2016. Lögin voru talin leggja ósanngjarnar byrðar á konur sem sóttust eftir þungunarrofi. Þá vildi Roberts leyfa lögunum að standa. Í málinu í Louisiana sagðist Roberts enn telja að dómurinn frá 2016 væri rangur en að rétturinn yrði að fylgja fordæminu sem var sett með honum. Nokkur fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir kristnir repúblikanar eru við völd í Bandaríkjunum hafa sett sambærileg lög til þess að takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi undanfarin ár. Það hafa þeir gert til þess að komast í kringum að hæstiréttur hefur áður dæmt að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Dómur hæstaréttar í dag er talinn áfall fyrir andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum sem binda vonir við að íhaldssamir dómarar sem nú eru í meirihluta í réttinum legði blessun sína yfir takmarkanir sem þessar. Reuters segir að fleiri mál sem varða þungunarrof bíði úrlausnar réttarins þannig að íhaldsmenn eygja enn möguleika á að takmarka aðgengi að aðgerðinni. Þungunarrof Bandaríkin Tengdar fréttir Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu. Lögin voru sett árið 2014 og skylduðu lækna sem framkvæma þungunarrof til þess að hafa umboð til að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofu sinni. Reuters-fréttastofan segir að læknum reynist stundum erfitt að fá slíkt umboð. Þessi skylda hefði kipp fótunum undan tveimur af þremur heilsugæslustöðvum í Lousiana sem bjóða upp á þungunarrof. John Roberts, forseti hæstaréttarins og einn fimm íhaldssamra dómara við réttinn, tók undir álit frjálslyndu dómaranna fjögurra og dæmdi heilsugæslustöðinni í vil. Ríkisstjórn Donalds Trump studdi Louisiana-ríki í málinu. Hæstiréttur ógilti áþekk lög í Texas sem gerðu kröfu um að heilsugæslustöðvar sem framkvæmdu þungunarrof hefðu dýran tæknibúnað á við sjúkrahús árið 2016. Lögin voru talin leggja ósanngjarnar byrðar á konur sem sóttust eftir þungunarrofi. Þá vildi Roberts leyfa lögunum að standa. Í málinu í Louisiana sagðist Roberts enn telja að dómurinn frá 2016 væri rangur en að rétturinn yrði að fylgja fordæminu sem var sett með honum. Nokkur fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir kristnir repúblikanar eru við völd í Bandaríkjunum hafa sett sambærileg lög til þess að takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi undanfarin ár. Það hafa þeir gert til þess að komast í kringum að hæstiréttur hefur áður dæmt að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Dómur hæstaréttar í dag er talinn áfall fyrir andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum sem binda vonir við að íhaldssamir dómarar sem nú eru í meirihluta í réttinum legði blessun sína yfir takmarkanir sem þessar. Reuters segir að fleiri mál sem varða þungunarrof bíði úrlausnar réttarins þannig að íhaldsmenn eygja enn möguleika á að takmarka aðgengi að aðgerðinni.
Þungunarrof Bandaríkin Tengdar fréttir Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51