Einkafjármagn óskast Ellen María S. Bergsveinsdóttir skrifar 30. júní 2020 14:30 Á meðan lántakar fagna lækkandi vöxtum hérlendis þá bíður fjárfestum ærið verkefnið að ná viðunandi ávöxtun á sínu fé. Fjármagn hlýtur því að vilja sækja í áhættumeiri eignir og verkefni, hluti þess hið minnsta. Að fjárfesta í nýsköpun kemur þar inn sem vænlegur kostur fyrir marga. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt aðgerðir sem auka stuðning við nýsköpun. Einna helst er það þó endurgreiðsla á rannsóknar- og þróunarkostnaði eða skattaívilnanir, en einhvern veginn þarf að fjármagna reksturinn þangað til að endurgreiðslu kemur. Eðli málsins samkvæmt eru tekjur oft af skornum skammti í upphafi hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Þá kemur til sögu einkafjármagnið. Mörg spennandi sprotafyrirtæki sárvantar fjármagn í dag og að líkindum munu enn fleiri hefja leitina á næstu misserum. Eftir bankahrunið jókst hlutfall fyrirtækja í nýsköpunartengdum atvinnugreinum og má leiða líkum að því að slík aukning muni eiga sér stað aftur nú. Margar góðar hugmyndir fara á flug þegar kreppir að í efnahagslífinu. Fjármagn er til staðar á Íslandi en innlán í íslenska hagkerfinu námu alls 2.151 ma.kr. í lok apríl á þessu ári. Það er því til talsvert af lausu fé sem gæti viljað leita meiri ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem ríkja mun um fyrirsjáanlega framtíð. Hérlendis hefur skort vettvang sem leiðir þessa aðila, nýsköpunarfyrirtæki og einkafjármagnið, saman á skilvirkan hátt. Það getur reynst stofnendum sprotafyrirtækja þrautinni þyngra að finna fagfjárfesta og aðra smærri fjárfesta, eftir að reynt hefur á fjölskyldu og nánasta tengslanet. Lausn á slíku gæti meðal annars verið markaðstorg í líkingu við Nasdaq First North. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið ef unnt væri að koma hluta af þessu einkafjármagni í vinnu og gefa því tækifæri til að styðja við verðmætasköpun og störf framtíðarinnar. Leitum leiða til að auðvelda fjárfestum, stórum sem smáum, að styðja við nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Því betur má ef duga skal. Höfundur er fjármálastjóri Mink Campers ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á meðan lántakar fagna lækkandi vöxtum hérlendis þá bíður fjárfestum ærið verkefnið að ná viðunandi ávöxtun á sínu fé. Fjármagn hlýtur því að vilja sækja í áhættumeiri eignir og verkefni, hluti þess hið minnsta. Að fjárfesta í nýsköpun kemur þar inn sem vænlegur kostur fyrir marga. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt aðgerðir sem auka stuðning við nýsköpun. Einna helst er það þó endurgreiðsla á rannsóknar- og þróunarkostnaði eða skattaívilnanir, en einhvern veginn þarf að fjármagna reksturinn þangað til að endurgreiðslu kemur. Eðli málsins samkvæmt eru tekjur oft af skornum skammti í upphafi hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Þá kemur til sögu einkafjármagnið. Mörg spennandi sprotafyrirtæki sárvantar fjármagn í dag og að líkindum munu enn fleiri hefja leitina á næstu misserum. Eftir bankahrunið jókst hlutfall fyrirtækja í nýsköpunartengdum atvinnugreinum og má leiða líkum að því að slík aukning muni eiga sér stað aftur nú. Margar góðar hugmyndir fara á flug þegar kreppir að í efnahagslífinu. Fjármagn er til staðar á Íslandi en innlán í íslenska hagkerfinu námu alls 2.151 ma.kr. í lok apríl á þessu ári. Það er því til talsvert af lausu fé sem gæti viljað leita meiri ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem ríkja mun um fyrirsjáanlega framtíð. Hérlendis hefur skort vettvang sem leiðir þessa aðila, nýsköpunarfyrirtæki og einkafjármagnið, saman á skilvirkan hátt. Það getur reynst stofnendum sprotafyrirtækja þrautinni þyngra að finna fagfjárfesta og aðra smærri fjárfesta, eftir að reynt hefur á fjölskyldu og nánasta tengslanet. Lausn á slíku gæti meðal annars verið markaðstorg í líkingu við Nasdaq First North. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið ef unnt væri að koma hluta af þessu einkafjármagni í vinnu og gefa því tækifæri til að styðja við verðmætasköpun og störf framtíðarinnar. Leitum leiða til að auðvelda fjárfestum, stórum sem smáum, að styðja við nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Því betur má ef duga skal. Höfundur er fjármálastjóri Mink Campers ehf.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar