Afglæpavæðing umræðunnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 1. júlí 2020 11:30 Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. Í tvennum skilningi; annars vegar það að komast í fyrirsagnir og hins vegar hve mörg virðast aðeins lesa fyrirsagnir en ekki kynna sér mál til hlítar. Og fyrir þau sem vilja bara fyrirsagnir, þá er hér fyrirsögn:Ég vil afglæpavæðingu neysluskammta. Ríkisstjórnin hefur unnið að stefnu sinni um afglæpavæðingu, þ.e. að horfa á fíkniefnasjúklinga sem veikt fólk en ekki glæpamenn. Það er í samræmi við stjórnarsáttmálann. Risastórt skref var stigið fyrr á þessu þingi þegar frumvarp var samþykkt um neyslurými. Heilbrigðisráðherra vann það í góðu samráði við fjölmörg sem að þessum málum koma, það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og fór svo fyrir þingið þar sem það fékk sína hefðbundnu umfjöllun. Þrátt fyrir allt þetta samráð heyrðust þær raddir að meira samráð þyrfti, vinna þyrfti málið betur. Það tel ég til marks um að þessi mál skipta okkur öll miklu máli. Næsta skref í ferlinu er að vinna að afglæpavæðingu neysluskammta. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram slíkt mál á næsta þingi. Málið verður unnið í samráði við lykilaðila í heilbrigðiskerfinu og fleiri sem að slíkum málum þurfa að koma; dómsmálaráðuneytið, lögreglan og ríkissaksóknari. Það kom mér því mjög á óvart þegar allt í einu myndaðist sú stemmning að rétt væri að samþykkja frumvarp Pírata um afglæpavæðingu. Það er góðra gjalda vert, en ekki unnið í því samráði sem kallað hefur verið eftir í þessum málum, ekki farið í samráðsgátt frekar en önnur þingmannamál. Samkvæmt upplýsingum á vef þingsins, sem öllum standa opnar, hefur verið fjallað efnislega um málið á þremur fundum velferðarnefndar, þar af komu gestir á tvo fundi. Umsagnir eru ellefu og í ýmsum þeirra koma fram spurningar og athugasemdir sem ég tel nauðsynlegt að taka á ef stunda á vandaða lagasetningu – nokkuð sem oft er kallað eftir. Til dæmis skilgreindi frumvarpið ekki hvað neysluskammtur væri. Landlæknir kom með ýmsar athugasemdir sem þarf að setjast yfir. En hvernig stóð á því að fólk var allt í einu tilbúið að samþykkja þetta frumvarp, án frekari umræðu? Jú, það skýrist af þinglokasamningum. Píratar gerðu afgreiðslu á þessu frumvarpi að skilyrði fyrir því að þeir samþykktu þinglok. Fóru í málþóf til að ná þessu fram. Allt hefðbundið, við höfum til dæmis séð Miðflokkinn gera þetta í sumar og fyrra. Það sérkennilega hér var þó að Píratar heimtuðu að þingmenn annarra flokka afsöluðu sér rétti sínum til að greiða atkvæði í þingsal eftir samvisku sinni. Þannig vorum við ansi mörg sem töldum frumvarpið ekki tækt til afgreiðslu en studdum hugmyndina að baki því. Þess vegna vildum við vísa málinu til ríkisstjórnar og þar með inn í þá vinnu sem í gangi er um frumvarp sama efnis í heilbrigðisráðuneytinu. Það máttu Píratar ekki heyra á minnst, samþykkja þyrfti málið eða fella, og víluðu ekki fyrir sér að kæfa þannig þingviljann með málþófi. Þetta er sem sagt allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með sínum klækjabrögðum. Löngunin í fyrirsagnirnar varð því yfirsterkari lönguninni til að vinna skynsamlega að málum. Og trompaði alla lýðræðisást Pírata sem þeir flagga reglulega þegar þeim hentar. Umræðan er síðan annað leikrit. Fólk virðist halda að það að samþykkja ekki þetta sérstaka frumvarp Pírata þýði að fólk vilji ekki afglæpavæðingu neysluskammta. Fólk virðist nefnilega ekki hafa fyrir því að lesa lengra en fyrirsagnirnar og vílar ekki fyrir sér að úthrópa opinberlega þingmenn byggt á þeim fyrirsögnum. Ég hef áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkennir íslensk stjórnmál. Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru. Ég velti því lengi fyrir mér hvort þessi málsgrein hér á undan ætti heima í þessum pistli. Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá. Með því normalíserum við óeðlilega umræðuhefð, leggjum okkar fram í að auka á pólaríseringu. Fólk er annað hvort hetjur eða skúrkar. Hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir. Og lausnin er alltaf einföld, aldrei flókin. Það er þetta sem grefur undan lýðræðinu. En aftur að afglæpavæðingu neysluskammta. Þar heldur vinnan áfram samkvæmt stefnunni, enda hefur heilbrigðisráðherra sýnt vilja sinn í verki með lögum um neyslurými. Unnið er að máli um afglæpavæðingu neysluskammta sem fer sína hefðbundnu leið og kemur fyrir þingið. Vonandi vekur samþykkt þess mikil viðbrögð hjá þeim sem hafa verið stóryrtust síðustu daga, en fyrst og fremst verður það vonandi enn eitt skrefið í að bæta stöðu þess fólks sem það mun fjalla um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Fíkn Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. Í tvennum skilningi; annars vegar það að komast í fyrirsagnir og hins vegar hve mörg virðast aðeins lesa fyrirsagnir en ekki kynna sér mál til hlítar. Og fyrir þau sem vilja bara fyrirsagnir, þá er hér fyrirsögn:Ég vil afglæpavæðingu neysluskammta. Ríkisstjórnin hefur unnið að stefnu sinni um afglæpavæðingu, þ.e. að horfa á fíkniefnasjúklinga sem veikt fólk en ekki glæpamenn. Það er í samræmi við stjórnarsáttmálann. Risastórt skref var stigið fyrr á þessu þingi þegar frumvarp var samþykkt um neyslurými. Heilbrigðisráðherra vann það í góðu samráði við fjölmörg sem að þessum málum koma, það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og fór svo fyrir þingið þar sem það fékk sína hefðbundnu umfjöllun. Þrátt fyrir allt þetta samráð heyrðust þær raddir að meira samráð þyrfti, vinna þyrfti málið betur. Það tel ég til marks um að þessi mál skipta okkur öll miklu máli. Næsta skref í ferlinu er að vinna að afglæpavæðingu neysluskammta. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram slíkt mál á næsta þingi. Málið verður unnið í samráði við lykilaðila í heilbrigðiskerfinu og fleiri sem að slíkum málum þurfa að koma; dómsmálaráðuneytið, lögreglan og ríkissaksóknari. Það kom mér því mjög á óvart þegar allt í einu myndaðist sú stemmning að rétt væri að samþykkja frumvarp Pírata um afglæpavæðingu. Það er góðra gjalda vert, en ekki unnið í því samráði sem kallað hefur verið eftir í þessum málum, ekki farið í samráðsgátt frekar en önnur þingmannamál. Samkvæmt upplýsingum á vef þingsins, sem öllum standa opnar, hefur verið fjallað efnislega um málið á þremur fundum velferðarnefndar, þar af komu gestir á tvo fundi. Umsagnir eru ellefu og í ýmsum þeirra koma fram spurningar og athugasemdir sem ég tel nauðsynlegt að taka á ef stunda á vandaða lagasetningu – nokkuð sem oft er kallað eftir. Til dæmis skilgreindi frumvarpið ekki hvað neysluskammtur væri. Landlæknir kom með ýmsar athugasemdir sem þarf að setjast yfir. En hvernig stóð á því að fólk var allt í einu tilbúið að samþykkja þetta frumvarp, án frekari umræðu? Jú, það skýrist af þinglokasamningum. Píratar gerðu afgreiðslu á þessu frumvarpi að skilyrði fyrir því að þeir samþykktu þinglok. Fóru í málþóf til að ná þessu fram. Allt hefðbundið, við höfum til dæmis séð Miðflokkinn gera þetta í sumar og fyrra. Það sérkennilega hér var þó að Píratar heimtuðu að þingmenn annarra flokka afsöluðu sér rétti sínum til að greiða atkvæði í þingsal eftir samvisku sinni. Þannig vorum við ansi mörg sem töldum frumvarpið ekki tækt til afgreiðslu en studdum hugmyndina að baki því. Þess vegna vildum við vísa málinu til ríkisstjórnar og þar með inn í þá vinnu sem í gangi er um frumvarp sama efnis í heilbrigðisráðuneytinu. Það máttu Píratar ekki heyra á minnst, samþykkja þyrfti málið eða fella, og víluðu ekki fyrir sér að kæfa þannig þingviljann með málþófi. Þetta er sem sagt allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með sínum klækjabrögðum. Löngunin í fyrirsagnirnar varð því yfirsterkari lönguninni til að vinna skynsamlega að málum. Og trompaði alla lýðræðisást Pírata sem þeir flagga reglulega þegar þeim hentar. Umræðan er síðan annað leikrit. Fólk virðist halda að það að samþykkja ekki þetta sérstaka frumvarp Pírata þýði að fólk vilji ekki afglæpavæðingu neysluskammta. Fólk virðist nefnilega ekki hafa fyrir því að lesa lengra en fyrirsagnirnar og vílar ekki fyrir sér að úthrópa opinberlega þingmenn byggt á þeim fyrirsögnum. Ég hef áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkennir íslensk stjórnmál. Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru. Ég velti því lengi fyrir mér hvort þessi málsgrein hér á undan ætti heima í þessum pistli. Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá. Með því normalíserum við óeðlilega umræðuhefð, leggjum okkar fram í að auka á pólaríseringu. Fólk er annað hvort hetjur eða skúrkar. Hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir. Og lausnin er alltaf einföld, aldrei flókin. Það er þetta sem grefur undan lýðræðinu. En aftur að afglæpavæðingu neysluskammta. Þar heldur vinnan áfram samkvæmt stefnunni, enda hefur heilbrigðisráðherra sýnt vilja sinn í verki með lögum um neyslurými. Unnið er að máli um afglæpavæðingu neysluskammta sem fer sína hefðbundnu leið og kemur fyrir þingið. Vonandi vekur samþykkt þess mikil viðbrögð hjá þeim sem hafa verið stóryrtust síðustu daga, en fyrst og fremst verður það vonandi enn eitt skrefið í að bæta stöðu þess fólks sem það mun fjalla um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun