„Allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 08:23 Sigurður G. Guðjónsson birti þessa mynd af sér eftir komuna á Landspítalann. Myndinni hefur verið snúið. sigurður guðni guðjónsson Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira