Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:09 Hluta áhafnar Herjólfs hefur boðað til verkfalls. Vísir/Vilhelm Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur. Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur.
Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38
Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12