Áunnin andúð á á-orðinu Baldur Thorlacius skrifar 3. júlí 2020 09:00 Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun