Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 10:24 Mynd af Khashoggi fyrir utan ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem hann var myrtur. Vísir/EPA Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. Khashoggi, sem var sádi-arabískur blaðamaður, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Hann hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á honum. Tyrknesku saksóknararnir saka Ahmed al-Asiri, fyrrverandi varaforstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar um að hafa stýrt aðgerðinni gegn Khashoggi og gefið morðingjum hans skipanir. Hinir sakborningarnir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lík Khashoggi er talið hafa verið bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sádi-arabísk stjórnvöld neituðu því lengi vel að vita nokkuð um hvarf hans en neyddust á endanum til að viðurkenna að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Réttuðu þau yfir hópi manna sem þau fullyrða að hafi ekki haft blessun sína til þess að myrða Khashoggi. Fimm manns voru dæmdir til dauða og þrír í fangelsi í réttarhöldunum í Sádi-Arabíu. Leynd ríkti yfir réttarhöldunum og sakborningarnir hafa ekki verið nafngreindir. Agnes Callamard, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem hefur rannsakað dauða Khashoggi, hefur sagt hann fórnarlamb vísvitandi og yfirlagðrar aftöku sem sádi-arabíska ríkið beri ábyrgð á. Callamard er á meðal þeirra sem fylgjast með réttarhöldunum í Tyrklandi. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, situr einnig á áheyrendabekk. Khashoggi var á ræðisskrifstofunni í Istanbúl til að verða sér úti um gögn fyrir brúðkaup þeirra þegar hann var myrtur. Tyrkland Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. Khashoggi, sem var sádi-arabískur blaðamaður, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Hann hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á honum. Tyrknesku saksóknararnir saka Ahmed al-Asiri, fyrrverandi varaforstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar um að hafa stýrt aðgerðinni gegn Khashoggi og gefið morðingjum hans skipanir. Hinir sakborningarnir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lík Khashoggi er talið hafa verið bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sádi-arabísk stjórnvöld neituðu því lengi vel að vita nokkuð um hvarf hans en neyddust á endanum til að viðurkenna að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Réttuðu þau yfir hópi manna sem þau fullyrða að hafi ekki haft blessun sína til þess að myrða Khashoggi. Fimm manns voru dæmdir til dauða og þrír í fangelsi í réttarhöldunum í Sádi-Arabíu. Leynd ríkti yfir réttarhöldunum og sakborningarnir hafa ekki verið nafngreindir. Agnes Callamard, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem hefur rannsakað dauða Khashoggi, hefur sagt hann fórnarlamb vísvitandi og yfirlagðrar aftöku sem sádi-arabíska ríkið beri ábyrgð á. Callamard er á meðal þeirra sem fylgjast með réttarhöldunum í Tyrklandi. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, situr einnig á áheyrendabekk. Khashoggi var á ræðisskrifstofunni í Istanbúl til að verða sér úti um gögn fyrir brúðkaup þeirra þegar hann var myrtur.
Tyrkland Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42