Kórónuveirutilfellum á heimsvísu aldrei fjölgað meira Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 06:35 Starfsmaður kirkjugarðs í Nova Iguacu í Brasilíu, klæddur hlífðarfatnaði til þess að koma í veg fyrir smit. Leo Correa/AP Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Frá þessu er greint á vef Sky-fréttastofunnar. Þar segir að flest smit hafi greinst í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi. Fyrra metið fyrir fjölda smita á einum sólarhring var 189.077, þann 28. júní síðastliðinn. Alls greindust 53.213 tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum á síðasta sólarhringnum. Í Brasilíu reyndust þau 48.105 og á Indlandi 22.771. Í allri Evrópu greindust þá 19.694 tilfelli. Samkvæmt WHO hafa alls 10,9 milljónir manna greinst með veiruna og rúmlega 523 þúsund látið lífið af völdum hennar. Illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum, sem er það ríki sem á flest tilfelli hennar. Í Flórída-ríki greindust til að mynda 11.445 ný tilfelli, og er heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa í ríkinu nú kominn yfir 190 þúsund. Eins hefur tilfellum í Texas fjölgað tiltölulega hratt á stuttum tíma. Á dögunum var einnig slegið met í fjölda greindra tilfella á einum degi í Alabama. Í Ástralíu og norðausturhluta Spánar hafa yfirvöld komið á útgöngubönnum á ákveðnum svæðum, til þess að bregðast við hópsmitum. Í Bretlandi er hins vegar verið að slaka á samkomutakmörkunum, en á laugardag opnuðu krár og hárgreiðslustofur dyr sínar fyrir viðskiptavinum, í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Indland Bretland Spánn Brasilía Ástralía Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Frá þessu er greint á vef Sky-fréttastofunnar. Þar segir að flest smit hafi greinst í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi. Fyrra metið fyrir fjölda smita á einum sólarhring var 189.077, þann 28. júní síðastliðinn. Alls greindust 53.213 tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum á síðasta sólarhringnum. Í Brasilíu reyndust þau 48.105 og á Indlandi 22.771. Í allri Evrópu greindust þá 19.694 tilfelli. Samkvæmt WHO hafa alls 10,9 milljónir manna greinst með veiruna og rúmlega 523 þúsund látið lífið af völdum hennar. Illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum, sem er það ríki sem á flest tilfelli hennar. Í Flórída-ríki greindust til að mynda 11.445 ný tilfelli, og er heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa í ríkinu nú kominn yfir 190 þúsund. Eins hefur tilfellum í Texas fjölgað tiltölulega hratt á stuttum tíma. Á dögunum var einnig slegið met í fjölda greindra tilfella á einum degi í Alabama. Í Ástralíu og norðausturhluta Spánar hafa yfirvöld komið á útgöngubönnum á ákveðnum svæðum, til þess að bregðast við hópsmitum. Í Bretlandi er hins vegar verið að slaka á samkomutakmörkunum, en á laugardag opnuðu krár og hárgreiðslustofur dyr sínar fyrir viðskiptavinum, í fyrsta sinn í þrjá mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Indland Bretland Spánn Brasilía Ástralía Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira