Broadway-stjarna lést eftir baráttu við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 08:44 Cordero var 41 árs. Vivien Killilea/Getty Broadway-leikarinn Nick Cordero lést í gær af völdum Covid-19. Hann var 41 árs. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNN, en eiginkona Cordero, Amanda Kloots, greindi fyrst frá andláti hans á Instagram-reikningi sínum. „Guð hefur fengið sendan nýjan engil. Elskulegur eiginmaður minn lést í morgun. Hann var umvafinn ást hjá fjölskyldu sinni sem söng og bað á meðan hann yfirgaf þessa jarðvist,“ skrifaði Kloots meðal annars á Instagram. Cordero greindist með Covid-19 í mars á þessu ári og var fljótlega lagður inn á spítala. Kloots uppfærði aðdáendur leikarans reglulega um stöðuna á honum, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á einum tímapunkti. Þá hlaut Cordero alvarlega lungnaskaða af sjúkdóminum, en Kloots hefur sagt frá því að hann hefði líklega þurft tvö ný lungu til þess að ná sér af eftirköstum sjúkdómsins. Cordero var fæddur og uppalinn í Kanada, en fluttist síðar til New York og reyndi fyrir sér í leiklist. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Boradway-verkum eins og Waitress og A Bronx Tale. Eins kom hann fram í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Blue Bloods, Law & Order: Special Victims Unit og Lilyhammer. Cordero kynntist Kloots þegar þau unnu saman að verkinu Bullets over Broadway, hvar hann lék og hún dansaði. Cordero var árið 2014 tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í því verki. Auk eiginkonu sinnar lætur Cordero eftir sig einn son sem þau áttu saman, hinn eins árs gamla Elvis. View this post on Instagram A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots) on Jul 5, 2020 at 6:05pm PDT Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Broadway-leikarinn Nick Cordero lést í gær af völdum Covid-19. Hann var 41 árs. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNN, en eiginkona Cordero, Amanda Kloots, greindi fyrst frá andláti hans á Instagram-reikningi sínum. „Guð hefur fengið sendan nýjan engil. Elskulegur eiginmaður minn lést í morgun. Hann var umvafinn ást hjá fjölskyldu sinni sem söng og bað á meðan hann yfirgaf þessa jarðvist,“ skrifaði Kloots meðal annars á Instagram. Cordero greindist með Covid-19 í mars á þessu ári og var fljótlega lagður inn á spítala. Kloots uppfærði aðdáendur leikarans reglulega um stöðuna á honum, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á einum tímapunkti. Þá hlaut Cordero alvarlega lungnaskaða af sjúkdóminum, en Kloots hefur sagt frá því að hann hefði líklega þurft tvö ný lungu til þess að ná sér af eftirköstum sjúkdómsins. Cordero var fæddur og uppalinn í Kanada, en fluttist síðar til New York og reyndi fyrir sér í leiklist. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Boradway-verkum eins og Waitress og A Bronx Tale. Eins kom hann fram í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Blue Bloods, Law & Order: Special Victims Unit og Lilyhammer. Cordero kynntist Kloots þegar þau unnu saman að verkinu Bullets over Broadway, hvar hann lék og hún dansaði. Cordero var árið 2014 tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í því verki. Auk eiginkonu sinnar lætur Cordero eftir sig einn son sem þau áttu saman, hinn eins árs gamla Elvis. View this post on Instagram A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots) on Jul 5, 2020 at 6:05pm PDT
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira