Svartidauði ekki dauður en lítið áhyggjuefni Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 13:43 Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. Vísir/Getty Tilfelli af svartadauða sem greindist í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu er ekkert áhyggjuefni að mati Sigurðar Guðmundssonar smitsjúkdómalæknis. Nokkur hundruð tilfelli greinist á ári hverju, þó það sé ekki á Íslandi. „Svarti dauði er alls ekkert dauður í samfélaginu, síður en svo, en mjög sjaldgæfur og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það sé því ekki mjög fréttnæmt að þetta tilfelli hafi komið upp. Stjórnvöld í Kína hafa þó aukið varúðarráðstafanir vegna sjúkdómsins og hefur maðurinn verið settur í einangrun. Grunur er um annað smit á svæðinu en ekki er vitað hvernig maðurinn, sem starfar sem smali, smitaðist. Sigurður fór stuttlega yfir sögu svartadauða hér á landi og lýsti sjúkdómnum. Um er að ræða bakteríu sem nefnist Yersinia pestis og veldur hún sjúkdómnum, sem er að mestu leyti bundinn við nagdýr. Hann getur þó borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Pestin getur svo borist milli manna með úðasmiti, sem hefur líklega verið tilfellið hér á landi að sögn Sigurðar enda engar rottur á Íslandi á þeim tíma. „Þetta er svolítið interessant saga en ekki líklegt að hún endurtaki sig,“ sagði Sigurður og bætti við að svartidauði væri mun skæðari sjúkdómur en Covid-19. Í raun kæmist Covid-19 ekki með tærnar þar sem svartidauði hefði hælana. Hér að neðan má hlusta á viðtal við Sigurð í heild sinni þar sem hann ræðir meðal annars kórónuveirufaraldurinn, skimun á landamærunum og svartadauða. Umræða um svartadauða hefst á sjöundu mínútu. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Tilfelli af svartadauða sem greindist í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu er ekkert áhyggjuefni að mati Sigurðar Guðmundssonar smitsjúkdómalæknis. Nokkur hundruð tilfelli greinist á ári hverju, þó það sé ekki á Íslandi. „Svarti dauði er alls ekkert dauður í samfélaginu, síður en svo, en mjög sjaldgæfur og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það sé því ekki mjög fréttnæmt að þetta tilfelli hafi komið upp. Stjórnvöld í Kína hafa þó aukið varúðarráðstafanir vegna sjúkdómsins og hefur maðurinn verið settur í einangrun. Grunur er um annað smit á svæðinu en ekki er vitað hvernig maðurinn, sem starfar sem smali, smitaðist. Sigurður fór stuttlega yfir sögu svartadauða hér á landi og lýsti sjúkdómnum. Um er að ræða bakteríu sem nefnist Yersinia pestis og veldur hún sjúkdómnum, sem er að mestu leyti bundinn við nagdýr. Hann getur þó borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Pestin getur svo borist milli manna með úðasmiti, sem hefur líklega verið tilfellið hér á landi að sögn Sigurðar enda engar rottur á Íslandi á þeim tíma. „Þetta er svolítið interessant saga en ekki líklegt að hún endurtaki sig,“ sagði Sigurður og bætti við að svartidauði væri mun skæðari sjúkdómur en Covid-19. Í raun kæmist Covid-19 ekki með tærnar þar sem svartidauði hefði hælana. Hér að neðan má hlusta á viðtal við Sigurð í heild sinni þar sem hann ræðir meðal annars kórónuveirufaraldurinn, skimun á landamærunum og svartadauða. Umræða um svartadauða hefst á sjöundu mínútu.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira