Mikil óvissa meðal nemenda sem stefna á nám í útlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. júlí 2020 21:00 Breki Einarsson er í námi í arkitektúr við Academy of Arts University í San Fransisco en hann er þar á fótboltastyrk. Óvíst er hvort hann fái að fara aftur til Bandaríkjanna í haust. Stöð 2 Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00