Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2020 21:29 Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, árið 2018. Hann er sakaður um ýmis konar fjármálalega spillingu. AP/Esteban Felix Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga. Spánn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga.
Spánn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira