Hæstiréttur tekur ákvörðun um birtingu skattskýrslu Trump í dag Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 11:23 Talið er ljóst að Bandaríkjaforseti verði ekki glaður ef ákvörðunin fellur gegn honum. Getty/Win McNamee Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira