Skólinn hafi leyft rausnarlegri gjöf ömmunnar að breytast í „sögusvið hryllingsmyndar“ Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 9. júlí 2020 16:01 Eitt húsanna á jörðinni Végeirsstöðum. Sigurður Guðmundsson Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. Húsakosturinn hafi drabbast niður og lóðin sé í algjörri órækt. Systkinahópurinn vonaðist til þess á sínum tíma að á jörðinni risi rannsókna- og kennsluhús. „Þetta er gjöf sem amma og systkini hennar gefa háskólanum fyrir 25 árum síðan, sem er eiginlega bara búið að koma í ruslið á tiltölulega fáum árum. Þetta var í ágætu standi fyrir örfáum árum síðan,“ segir Sigurður Guðmundsson í samtali við Vísi en hann vakti athygli á málinu í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Gjöfin fólst í húsakosti, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, „einu álitlegasta málverkasafni norðan heiða“, auk jarðarinnar Végeirsstaða í Fnjóskadal. „Háskólinn þiggur gjöfina með þökkum. En hefur einfaldlega látið þetta drabbast niður,“ segir Sigurður. Fjallað var um gjafmildi systkinanna í Morgunblaðinu árið 2005. Þar var greint frá því að þau hefðu afsalað til Háskólans á Akureyri öllum eignarhlutum sínum í Végeirsstöðum, og höfðu þá áður látið bróðurpart hennar af hendi til háskólans 1995. Eitt húsanna á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson „Að auki afsöluðu Arnór og Geirfinnur nú í sumar þremur sumarhúsum, bænahúsi og fleiri eignum á Végeirsstöðum til háskólans. Þá afhenti Geirfinnur Végeirsstaðasjóði 10 milljónir króna sem nýta skal til uppbyggingar á Végeirsstöðum. Fyrir 10 árum færði Arnór Háskólanum á Akureyri að gjöf 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum þjóðarinnar og þrjá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á framtíðarsvæðið á Sólborg. Árið 1998 færði Arnór háskólanum að gjöf tvær fasteignir, íbúð í raðhúsi við Furulund og verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð. Að auki ánafnaði Arnór háskólanum allt innbú sitt í Furulundi, þar á meðal 30 málverk. Gjafirnar voru bundnar því skilyrði að andvirði eignanna yrði notað til stofnunar gjafasjóðs til uppbyggingar rannsóknarstarfs á Végeirsstöðum,“ segir í frétt Morgunblaðsins í desember 2005. Sælureitur breytist í sögusvið hryllingsmyndar Sigurður segir í samtali við Vísi að þau fjölskyldan telji tiltölulega stutt, um fjögur, fimm ár, sé síðan byrjað var að vanrækja jörðina. Hann var að vinna í veiðihúsi í grennd við Végeirsstaði í gær og ákvað að líta við á staðnum. „Ég hafði heyrt útundan mér að þetta væri ekki í góðum málum og varð bara verulega brugðið,“ segir Sigurður. Hann lýsir viðbrögðunum betur í Facebook-færslu sinni í gær. Gróðurinn er í talsverðri órækt.Sigurður Guðmundsson „Allur sá hlýhugur sem ég hef hingað til borið til Háskólans á Akureyri er farinn út í buskann. Sú stórkostlega gjöf sem ættingjar mínir gáfu í góðri trú hefur verið vanvirt og eyðilögð. Minningin um sælureit breyttist í sögusvið hryllingsmyndar þar sem yfirgefnar og ónýtar byggingar sem voru milljónatuga virði eru látnar grotna niður vegna hirðuleysis,“ skrifar Sigurður og beinir orðum sínum svo til stjórnenda Háskólans á Akureyri. „Þið hafið svívirt minningu afa míns og ömmu með þessari framkomu. Hirðuleysið er slíkt að ekki einu sinni mestu skíthælar landsins hafa svona í sér. Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið.“ Systkininin afsöluðu sér öllum eignarhlut sínum í jörðinni árið 2005.Sigurður guðmundsson Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fengið nein viðbrögð frá skólanum eftir að hann birti færsluna í gær. Hann hafi raunar ekki áhuga á að sækjast neitt frekar eftir þeim. „Það er ekki mitt að fylgja þessu eftir. Það er kannski mitt að vekja máls á þessu en að fylgja því eftir með einhverjum hætti, ég bara hef engan rétt til þess.“ Akureyri Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. Húsakosturinn hafi drabbast niður og lóðin sé í algjörri órækt. Systkinahópurinn vonaðist til þess á sínum tíma að á jörðinni risi rannsókna- og kennsluhús. „Þetta er gjöf sem amma og systkini hennar gefa háskólanum fyrir 25 árum síðan, sem er eiginlega bara búið að koma í ruslið á tiltölulega fáum árum. Þetta var í ágætu standi fyrir örfáum árum síðan,“ segir Sigurður Guðmundsson í samtali við Vísi en hann vakti athygli á málinu í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Gjöfin fólst í húsakosti, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, „einu álitlegasta málverkasafni norðan heiða“, auk jarðarinnar Végeirsstaða í Fnjóskadal. „Háskólinn þiggur gjöfina með þökkum. En hefur einfaldlega látið þetta drabbast niður,“ segir Sigurður. Fjallað var um gjafmildi systkinanna í Morgunblaðinu árið 2005. Þar var greint frá því að þau hefðu afsalað til Háskólans á Akureyri öllum eignarhlutum sínum í Végeirsstöðum, og höfðu þá áður látið bróðurpart hennar af hendi til háskólans 1995. Eitt húsanna á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson „Að auki afsöluðu Arnór og Geirfinnur nú í sumar þremur sumarhúsum, bænahúsi og fleiri eignum á Végeirsstöðum til háskólans. Þá afhenti Geirfinnur Végeirsstaðasjóði 10 milljónir króna sem nýta skal til uppbyggingar á Végeirsstöðum. Fyrir 10 árum færði Arnór Háskólanum á Akureyri að gjöf 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum þjóðarinnar og þrjá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á framtíðarsvæðið á Sólborg. Árið 1998 færði Arnór háskólanum að gjöf tvær fasteignir, íbúð í raðhúsi við Furulund og verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð. Að auki ánafnaði Arnór háskólanum allt innbú sitt í Furulundi, þar á meðal 30 málverk. Gjafirnar voru bundnar því skilyrði að andvirði eignanna yrði notað til stofnunar gjafasjóðs til uppbyggingar rannsóknarstarfs á Végeirsstöðum,“ segir í frétt Morgunblaðsins í desember 2005. Sælureitur breytist í sögusvið hryllingsmyndar Sigurður segir í samtali við Vísi að þau fjölskyldan telji tiltölulega stutt, um fjögur, fimm ár, sé síðan byrjað var að vanrækja jörðina. Hann var að vinna í veiðihúsi í grennd við Végeirsstaði í gær og ákvað að líta við á staðnum. „Ég hafði heyrt útundan mér að þetta væri ekki í góðum málum og varð bara verulega brugðið,“ segir Sigurður. Hann lýsir viðbrögðunum betur í Facebook-færslu sinni í gær. Gróðurinn er í talsverðri órækt.Sigurður Guðmundsson „Allur sá hlýhugur sem ég hef hingað til borið til Háskólans á Akureyri er farinn út í buskann. Sú stórkostlega gjöf sem ættingjar mínir gáfu í góðri trú hefur verið vanvirt og eyðilögð. Minningin um sælureit breyttist í sögusvið hryllingsmyndar þar sem yfirgefnar og ónýtar byggingar sem voru milljónatuga virði eru látnar grotna niður vegna hirðuleysis,“ skrifar Sigurður og beinir orðum sínum svo til stjórnenda Háskólans á Akureyri. „Þið hafið svívirt minningu afa míns og ömmu með þessari framkomu. Hirðuleysið er slíkt að ekki einu sinni mestu skíthælar landsins hafa svona í sér. Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið.“ Systkininin afsöluðu sér öllum eignarhlut sínum í jörðinni árið 2005.Sigurður guðmundsson Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fengið nein viðbrögð frá skólanum eftir að hann birti færsluna í gær. Hann hafi raunar ekki áhuga á að sækjast neitt frekar eftir þeim. „Það er ekki mitt að fylgja þessu eftir. Það er kannski mitt að vekja máls á þessu en að fylgja því eftir með einhverjum hætti, ég bara hef engan rétt til þess.“
Akureyri Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira