Vísar ásökunum um vanrækslu gjafa á bug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 18:12 Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, segist mjög hissa á þeim ásökunum sem Sigurður Guðmundsson teflir fram í Facebook-færslu um vanrækslu Háskólans á gjöfum ömmu sinnar til. Háskólinn á Akureyri/Sigurður Guðmundsson Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vísar á bug ásökunum um að skólinn hafi svívirt minningu konu hvers afkomendur ánöfnuðu Háskólanum jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum. Eyjólfur segist mjög hissa á þeim tóni sem er í Facebook-færslunni sem Sigurður Guðmundsson, barnabarn konunnar, skrifaði til að vekja athygli á málinu í ljósi þess að komist var að niðurstöðu í málinu fyrir nokkrum árum síðan eftir fimmtán ára málaferli. Barnabarn konunnar sagði í harðorðri Facebook-færslu í dag að húsakosturinn sé í niðurníðslu og jörðin í algjörri órækt. Þá hafi háskólinn ekki hafa hirt um uppihald jarðarinnar. „Það er nú ekki alveg rétt og þetta er svolítið fært í stílinn,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Ein bygginganna á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson Hann segir að Háskólinn hafi ekki haft fullt umráð með eignunum fyrr en fyrir nokkrum árum síðan vegna mikilla deilna sem urðu um eignarhaldið. „Þegar við endanlega fengum yfir þessu umráð gátum við byrjað að hugsa um hvað við ætluðum að gera við eignirnar,“ segir Eyjólfur. „Landið mun nýtast okkur mjög vel hvað varðar kolefnisjöfnun og hvað varðar umhverfismál og við ætlum að skoða hvernig við getum nýtt svæðið til kennslu og vísindarannsókna.“ „Hvernig þessar byggingar verða inni í þeirri mynd er ekki alveg ljóst í dag en við erum að reyna að sjá hvernig við getum tengt það í þessa heildarmynd sem við erum að skapa. Sumar byggingarnar eru í mjög góðu standi og aðrar voru illa farnar þegar við fengum þær,“ segir Eyjólfur. Þá segir hann Facebook-færslu Sigurðar færða í stílinn. „Það sem þessi tiltekna Facebook-færsla hefur verið að reyna að sýna er nú svolítið fært í stílinn og vissulega urðu miklar skemmdir í vetur vegna mikilla snjólægða en skemmdirnar í skóginum urðu miklu meiri. Við munum nýta sumarið til að grisja skóginn og reyna að átta okkur á þeim heildarskemmdum.“ Hann segir skemmdirnar ekki einsdæmi enda hafi miklar skemmdir orðið á Norðurlandi í vetur og sérstaklega í skógrækt. Þegar endanleg stefna verði tekin með nýtingu jarðarinnar og húsnæðisins verið farið í viðhald á húsakynnunum eins og til þurfi. „Húsnæðið sjálft er í góðu standi það sem var í góðu standi fyrir. Það er bæði vatns- og vindhelt og hefur staðið af sér veturna mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því húsnæði þó eitt eða tvö handrið þurfi að reisa og setja aðeins málningu á við. Það er ekkert stórmál. Þannig að þetta er nú dálítið í stílinn fært að okkar mati.“ Stefnt á kolefnisjöfnun og vísindarannsóknir á jörðinni Til stendur að nýta jörðina bæði til vísindarannsókna og til kolefnisjöfnunar fyrir skólann. Búið sé að gera bráðabirgðaútreikninga sem sýni að landssvæðið muni standa undir allri kolefnisnotkun Háskólans á Akureyri þó markmiðið sé að draga úr henni. „Við þurfum eitthvað til að kolefnisjafna það sem við notum nú þegar og það er svo sem eðlilegt að stofnun eins og okkar hafi það að markmiði sínu að jafna, og jafnvel rúmlega það, í sinni starfsemi. Að verða kolefnisjákvæð ef svo má að orði komast,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir helst þurfa að reisa við nokkur handrið og mála húsin á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson „Það er stóra markmiðið okkar með landareigninni sem slíkri og svo þurfum við að vinna nánari og betri áætlanir hvað varðar vísindarannsóknirnar, fræðsluna og aðgengi almennt.“ Þá hafi einnig verið til umræðu að auka aðgengi að eigninni og sé markmiðið það að það veðri aðgengilegt almenningi í framtíðinni. „Þetta eru allt saman mál sem munu taka nokkur ár í framkvæmd þannig það má alveg búast við því að hlutirnir þróist hægt á næstu árum.“ Hann segir vísindastarfið sem stefnt er að að fari þarna fram af ýmsum toga. „Til dæmis að fylgjast með vexti ýmissa trjátegunda, fylgjast með gróðurfari. Nú er þetta í töluverðri hæð, þannig séð, yfir sjávarmáli. Það getur verið mjög áhugavert að fylgjast með bæði með örverum og öðrum gróðri vaxa við hlýnandi loftslag. Við getum hugsað um þetta sem lifandi rannsóknarstofu ef við færum yfir í þannig sálma. Það húsnæði sem er á reitnum í dag fer kannski ekki alveg í slíka starfsemi þannig að við þurfum að skoða í heildina hvernig við ætlum að nýta svæðið. Systkininin afsöluðu sér öllum eignarhlut sínum í jörðinni árið 2005.Sigurður guðmundsson Þá komi til greina að húsnæðið sem er á jörðinni verði aðlagað þannig að hægt verði að nýta það til dæmis sem íbúðir fyrir fræðimenn sem stundi þar rannsóknir. Það þurfi þó að ráðast í einhverjar úrbætur til þess að það standi til boða. „Þessar byggingar nýtast mjög vel til dæmis sem aðstaða fyrir fræðimenn og ein úrlausn sem við erum að skoða er að stilla þeim upp þannig að þetta geti verið íbúðir fyrir fræðimenn sem eru að vinna á staðnum eða eru jafnvel að vinna að skrifum á öðrum rannsóknarverkefnum. Við teljum að þær muni nýtast að minnsta kosti að hluta til í slíkt. Það þarf bæði aðeins að auka aðgengi að lífsins gæðum, bæði að vatni, neti og öðru slíku svo hægt sé að búa til almennilega aðstöðu þarna. Akureyri Tengdar fréttir Skólinn hafi leyft rausnarlegri gjöf ömmunnar að breytast í „sögusvið hryllingsmyndar“ Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. 9. júlí 2020 16:01 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vísar á bug ásökunum um að skólinn hafi svívirt minningu konu hvers afkomendur ánöfnuðu Háskólanum jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum. Eyjólfur segist mjög hissa á þeim tóni sem er í Facebook-færslunni sem Sigurður Guðmundsson, barnabarn konunnar, skrifaði til að vekja athygli á málinu í ljósi þess að komist var að niðurstöðu í málinu fyrir nokkrum árum síðan eftir fimmtán ára málaferli. Barnabarn konunnar sagði í harðorðri Facebook-færslu í dag að húsakosturinn sé í niðurníðslu og jörðin í algjörri órækt. Þá hafi háskólinn ekki hafa hirt um uppihald jarðarinnar. „Það er nú ekki alveg rétt og þetta er svolítið fært í stílinn,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Ein bygginganna á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson Hann segir að Háskólinn hafi ekki haft fullt umráð með eignunum fyrr en fyrir nokkrum árum síðan vegna mikilla deilna sem urðu um eignarhaldið. „Þegar við endanlega fengum yfir þessu umráð gátum við byrjað að hugsa um hvað við ætluðum að gera við eignirnar,“ segir Eyjólfur. „Landið mun nýtast okkur mjög vel hvað varðar kolefnisjöfnun og hvað varðar umhverfismál og við ætlum að skoða hvernig við getum nýtt svæðið til kennslu og vísindarannsókna.“ „Hvernig þessar byggingar verða inni í þeirri mynd er ekki alveg ljóst í dag en við erum að reyna að sjá hvernig við getum tengt það í þessa heildarmynd sem við erum að skapa. Sumar byggingarnar eru í mjög góðu standi og aðrar voru illa farnar þegar við fengum þær,“ segir Eyjólfur. Þá segir hann Facebook-færslu Sigurðar færða í stílinn. „Það sem þessi tiltekna Facebook-færsla hefur verið að reyna að sýna er nú svolítið fært í stílinn og vissulega urðu miklar skemmdir í vetur vegna mikilla snjólægða en skemmdirnar í skóginum urðu miklu meiri. Við munum nýta sumarið til að grisja skóginn og reyna að átta okkur á þeim heildarskemmdum.“ Hann segir skemmdirnar ekki einsdæmi enda hafi miklar skemmdir orðið á Norðurlandi í vetur og sérstaklega í skógrækt. Þegar endanleg stefna verði tekin með nýtingu jarðarinnar og húsnæðisins verið farið í viðhald á húsakynnunum eins og til þurfi. „Húsnæðið sjálft er í góðu standi það sem var í góðu standi fyrir. Það er bæði vatns- og vindhelt og hefur staðið af sér veturna mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því húsnæði þó eitt eða tvö handrið þurfi að reisa og setja aðeins málningu á við. Það er ekkert stórmál. Þannig að þetta er nú dálítið í stílinn fært að okkar mati.“ Stefnt á kolefnisjöfnun og vísindarannsóknir á jörðinni Til stendur að nýta jörðina bæði til vísindarannsókna og til kolefnisjöfnunar fyrir skólann. Búið sé að gera bráðabirgðaútreikninga sem sýni að landssvæðið muni standa undir allri kolefnisnotkun Háskólans á Akureyri þó markmiðið sé að draga úr henni. „Við þurfum eitthvað til að kolefnisjafna það sem við notum nú þegar og það er svo sem eðlilegt að stofnun eins og okkar hafi það að markmiði sínu að jafna, og jafnvel rúmlega það, í sinni starfsemi. Að verða kolefnisjákvæð ef svo má að orði komast,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir helst þurfa að reisa við nokkur handrið og mála húsin á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson „Það er stóra markmiðið okkar með landareigninni sem slíkri og svo þurfum við að vinna nánari og betri áætlanir hvað varðar vísindarannsóknirnar, fræðsluna og aðgengi almennt.“ Þá hafi einnig verið til umræðu að auka aðgengi að eigninni og sé markmiðið það að það veðri aðgengilegt almenningi í framtíðinni. „Þetta eru allt saman mál sem munu taka nokkur ár í framkvæmd þannig það má alveg búast við því að hlutirnir þróist hægt á næstu árum.“ Hann segir vísindastarfið sem stefnt er að að fari þarna fram af ýmsum toga. „Til dæmis að fylgjast með vexti ýmissa trjátegunda, fylgjast með gróðurfari. Nú er þetta í töluverðri hæð, þannig séð, yfir sjávarmáli. Það getur verið mjög áhugavert að fylgjast með bæði með örverum og öðrum gróðri vaxa við hlýnandi loftslag. Við getum hugsað um þetta sem lifandi rannsóknarstofu ef við færum yfir í þannig sálma. Það húsnæði sem er á reitnum í dag fer kannski ekki alveg í slíka starfsemi þannig að við þurfum að skoða í heildina hvernig við ætlum að nýta svæðið. Systkininin afsöluðu sér öllum eignarhlut sínum í jörðinni árið 2005.Sigurður guðmundsson Þá komi til greina að húsnæðið sem er á jörðinni verði aðlagað þannig að hægt verði að nýta það til dæmis sem íbúðir fyrir fræðimenn sem stundi þar rannsóknir. Það þurfi þó að ráðast í einhverjar úrbætur til þess að það standi til boða. „Þessar byggingar nýtast mjög vel til dæmis sem aðstaða fyrir fræðimenn og ein úrlausn sem við erum að skoða er að stilla þeim upp þannig að þetta geti verið íbúðir fyrir fræðimenn sem eru að vinna á staðnum eða eru jafnvel að vinna að skrifum á öðrum rannsóknarverkefnum. Við teljum að þær muni nýtast að minnsta kosti að hluta til í slíkt. Það þarf bæði aðeins að auka aðgengi að lífsins gæðum, bæði að vatni, neti og öðru slíku svo hægt sé að búa til almennilega aðstöðu þarna.
Akureyri Tengdar fréttir Skólinn hafi leyft rausnarlegri gjöf ömmunnar að breytast í „sögusvið hryllingsmyndar“ Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. 9. júlí 2020 16:01 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Skólinn hafi leyft rausnarlegri gjöf ömmunnar að breytast í „sögusvið hryllingsmyndar“ Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. 9. júlí 2020 16:01