Báru kennsl á líkamsleifar sem TikTok-notendur fundu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 18:50 Líkamsleifarnar fundust af nokkrum unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Getty/Rafael Henrique/Donald Miralle Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Fórnarlömbin voru þau Jessica Lewis, 35 ára, og kærastinn hennar Austin Wenner, 27 ára. Talið er að parið hafi verið myrt og er málið nú rannsakað sem slíkt. Unglingarnir sem fundu líkamsleifarnar komu auga á ferðatösku sem innihélt einn plastpokanna sem líkum parsins hafði verið komið fyrir í. Taskan fannst á strönd í vesturhluta Seattle borgar og gerði unglingarnir lögreglunni viðvart. Í myndbandinu sem unglingarnir tóku upp þann 19. júní síðastliðinn sést ein stúlka úr hópnum opna ferðatöskuna, sem er svört á lit, með priki og kvarta yfir fnyknum sem steig upp úr töskunni. Myndbandinu deildu þau næsta dag á TikTok. Unglingarnir segjast hafa farið á ströndina samkvæmt leiðbeiningum snjallforrits sem sendir notendur í handahófskennda ævintýraleit. „Við erum ánægð með að myndbandið sé í dreifingu. Við töluðum við krakkana sem tengjast málinu og þau deildu með okkur upplýsingum sem þau hafa undir höndum,“ sagði Mark Jamieson, rannsóknarlögreglumaður í Seattle. „Krakkarnir fundu tösku á ströndinni sem lyktaði illa og hringdu í neyðarlínuna… Lögreglumenn mættu á staðinn eftir einn og hálfan tíma. Þeir rannsökuðu töskuna og komust að því að líklega væri um líkamsleifar að ræða og hringdu í kjölfarið í rannsóknarlögreglumenn og embætti réttarmeinafræðings,“ bætti hann við. Annar poki fannst í sjónum en í honum voru einnig líkamsleifar að sögn fréttastofu CNN. Talið er að líkamsleifarnar hafi verið í pokunum í einhverja daga áður en þeir fundust. Hvorki hafði verið tilkynnt um hvarf Lewis né Wenner. Gina Jaschke, frænka Lewis, leitaði til fjölmiðla og hvatti fólk til að stíga fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. „Þau voru bara venjulegt, gott fólk. Enginn á það skilið sem þau þurftu að líða,“ sagði hún í samtali við fréttastofu KIRO. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Fórnarlömbin voru þau Jessica Lewis, 35 ára, og kærastinn hennar Austin Wenner, 27 ára. Talið er að parið hafi verið myrt og er málið nú rannsakað sem slíkt. Unglingarnir sem fundu líkamsleifarnar komu auga á ferðatösku sem innihélt einn plastpokanna sem líkum parsins hafði verið komið fyrir í. Taskan fannst á strönd í vesturhluta Seattle borgar og gerði unglingarnir lögreglunni viðvart. Í myndbandinu sem unglingarnir tóku upp þann 19. júní síðastliðinn sést ein stúlka úr hópnum opna ferðatöskuna, sem er svört á lit, með priki og kvarta yfir fnyknum sem steig upp úr töskunni. Myndbandinu deildu þau næsta dag á TikTok. Unglingarnir segjast hafa farið á ströndina samkvæmt leiðbeiningum snjallforrits sem sendir notendur í handahófskennda ævintýraleit. „Við erum ánægð með að myndbandið sé í dreifingu. Við töluðum við krakkana sem tengjast málinu og þau deildu með okkur upplýsingum sem þau hafa undir höndum,“ sagði Mark Jamieson, rannsóknarlögreglumaður í Seattle. „Krakkarnir fundu tösku á ströndinni sem lyktaði illa og hringdu í neyðarlínuna… Lögreglumenn mættu á staðinn eftir einn og hálfan tíma. Þeir rannsökuðu töskuna og komust að því að líklega væri um líkamsleifar að ræða og hringdu í kjölfarið í rannsóknarlögreglumenn og embætti réttarmeinafræðings,“ bætti hann við. Annar poki fannst í sjónum en í honum voru einnig líkamsleifar að sögn fréttastofu CNN. Talið er að líkamsleifarnar hafi verið í pokunum í einhverja daga áður en þeir fundust. Hvorki hafði verið tilkynnt um hvarf Lewis né Wenner. Gina Jaschke, frænka Lewis, leitaði til fjölmiðla og hvatti fólk til að stíga fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. „Þau voru bara venjulegt, gott fólk. Enginn á það skilið sem þau þurftu að líða,“ sagði hún í samtali við fréttastofu KIRO.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira