Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 22:23 Orsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum frá iðnbyltingu, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Hlýnunin nemur þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun náð allt að 4-5°C fyrir lok aldarinnar. AP/Michael Probst Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu. Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu.
Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54