Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 23:44 Skimun fyrir kórónuveirunni í Wuhan í Kína þar sem faraldurinn hófst seint í fyrra. Sérfræðingar WHO ætla að kanna hvernig veiran stökk úr dýrum yfir í menn og undirbúa nánari rannsókn á upptökum faraldursins. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. Talið er að veiran hafi fyrst borist í menn úr dýrum á markaði í borginni Wuhan seint á síðasta ári. Starfsmenn WHO sem eru farnir til Kína eru sérfræðingar í faraldsfræði og dýraheilsu. Þeir eiga að vinna með kínverskum vísindamönnum að því að rannsaka hvernig veiran tók stökkið yfir í menn til að fá betri mynd af umfangi rannsóknar á upptökum faraldursins. „Við vitum að hún er mjög lík veiru í leðurblökum en fór hún í gegnum aðrar tegundir í millitíðinni? Þetta er spurning sem við verðum öll að fá svar við,“ sagði Margaret Harris, talskona WHO, í dag. Fleiri en tólf milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 öndunarfærasjúkdómnum, á heimsvísu. Af þeim hafa hátt í 560.000 manns látið lífið. Flest dauðsföllin hafa orðið í Bandaríkjunum, rúmlega 130.000, til þessa. Sex ríki tilkynntu um metfjölda nýrra smita í dag og í Flórída, sem er orðið að miðpunkti faraldursins vestanhafs, fjölgaði smitum mikið annan daginn í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Útlit er fyrir að fjölgun smita í Georgíu, Lúisíana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin þýði að enn verði sett met yfir fjölda nýrra daglegra smita í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir fjölgun smita í Flórida ætlar afþreyingarrisinn Walt Disney að halda sig við áform um að opna Disney World-skemmtigarðinn aftur fyrir gestum. Bandaríkjastjórn staðfesti í vikunni að hún ætli sér að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina vegna óánægju Donalds Trump forseta með viðbrögð hennar við faraldrinum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. Talið er að veiran hafi fyrst borist í menn úr dýrum á markaði í borginni Wuhan seint á síðasta ári. Starfsmenn WHO sem eru farnir til Kína eru sérfræðingar í faraldsfræði og dýraheilsu. Þeir eiga að vinna með kínverskum vísindamönnum að því að rannsaka hvernig veiran tók stökkið yfir í menn til að fá betri mynd af umfangi rannsóknar á upptökum faraldursins. „Við vitum að hún er mjög lík veiru í leðurblökum en fór hún í gegnum aðrar tegundir í millitíðinni? Þetta er spurning sem við verðum öll að fá svar við,“ sagði Margaret Harris, talskona WHO, í dag. Fleiri en tólf milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 öndunarfærasjúkdómnum, á heimsvísu. Af þeim hafa hátt í 560.000 manns látið lífið. Flest dauðsföllin hafa orðið í Bandaríkjunum, rúmlega 130.000, til þessa. Sex ríki tilkynntu um metfjölda nýrra smita í dag og í Flórída, sem er orðið að miðpunkti faraldursins vestanhafs, fjölgaði smitum mikið annan daginn í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Útlit er fyrir að fjölgun smita í Georgíu, Lúisíana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin þýði að enn verði sett met yfir fjölda nýrra daglegra smita í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir fjölgun smita í Flórida ætlar afþreyingarrisinn Walt Disney að halda sig við áform um að opna Disney World-skemmtigarðinn aftur fyrir gestum. Bandaríkjastjórn staðfesti í vikunni að hún ætli sér að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina vegna óánægju Donalds Trump forseta með viðbrögð hennar við faraldrinum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11