Mótmælendur krefjast þess að Serbíuforseti ríghaldi í Kósovó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 13:28 Mótmælin hófust fyrr í vikunni vegna mikillar óánægju með viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur krefjast nú afsagnar forsetans og að hann sleppi ekki takinu af Kósovó. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum í gær en mótmælendur gagnrýna sérstaklega Aleksandar Vucic, forseta Serbíu og stefnu ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega því hvernig brugðist hefur verið við kórónuveirufaraldrinum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni og voru lögreglumenn klæddir í óeirðarhlífðarfatnað og voru margir þeirra á lögregluhestum í kring um þinghúsið til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans kæmust inn í þingbygginguna. Mótmælendur sem köstuðu steinum að lögreglu kyrjuðu „Við munum ekki sleppa tökunum af Kósovó,“ og „Vucic er þjófur.“ Mótmælin sem hófust fyrr í vikunni voru fyrst mótmæli vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum og slæmu efnahagsástandi en þau hafa þróast yfir í að vera mótmæli gegn forsetanum og ríkisstjórn landsins. Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu í febrúar árið 2008 en þá hafði landið aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kósovóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Serbar eru mjög óánægðir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Viðræður fara nú fram milli yfirvalda Serbíu og yfirvalda í Pristína, höfuðborg Kósovó, en það voru Þýskaland og Frakkland sem hvöttu til að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Að sögn Vucic ganga viðræðurnar vel. Serbía Kósovó Tengdar fréttir Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39 Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum í gær en mótmælendur gagnrýna sérstaklega Aleksandar Vucic, forseta Serbíu og stefnu ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega því hvernig brugðist hefur verið við kórónuveirufaraldrinum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni og voru lögreglumenn klæddir í óeirðarhlífðarfatnað og voru margir þeirra á lögregluhestum í kring um þinghúsið til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans kæmust inn í þingbygginguna. Mótmælendur sem köstuðu steinum að lögreglu kyrjuðu „Við munum ekki sleppa tökunum af Kósovó,“ og „Vucic er þjófur.“ Mótmælin sem hófust fyrr í vikunni voru fyrst mótmæli vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum og slæmu efnahagsástandi en þau hafa þróast yfir í að vera mótmæli gegn forsetanum og ríkisstjórn landsins. Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu í febrúar árið 2008 en þá hafði landið aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kósovóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Serbar eru mjög óánægðir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Viðræður fara nú fram milli yfirvalda Serbíu og yfirvalda í Pristína, höfuðborg Kósovó, en það voru Þýskaland og Frakkland sem hvöttu til að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Að sögn Vucic ganga viðræðurnar vel.
Serbía Kósovó Tengdar fréttir Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39 Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24